Nafn skrár:SigPal-1859-08-06
Dagsetning:A-1859-08-06
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hr.g 6 Agúst 1859

sv. 16 aug Þorun 000. / d.

Elskulegi gódi br: min!

Eg tek ekki svona stórt bréfsefnid af þvi eg ætli ad skrifa þér lángt þvi eg hef ekki tíma til þess núna heldur af þvi ad eg atla ad bidja þig firir innlögd bréf, eg vona ad bréf Þorunar nái i alþúngir men, enn óutaná skrifada bréfid er til frændkonu okkar eg gef þér um 11 dalina sem eg bad þig leinbeina sömuleidis bid eg þig firir bréfid og ad skrifa utan á þad, magkona m er hér ordin vel frisk nema af gigt i lærinu, eg bar mig dálítid ad dusta upp á heni samviskuna, hún bidur kiærlega ad heilsa húsbændum þínum og þér, og bidur þig ad koma á alþíngis men úm lögdu bréfi til Þ. Fridrikssonar eg er svo frisk ad eg er búin ad heimsækja allar dætur mínar þeim lídur öllum vel nema Sigga m. er altaf hálfheilsu lasin ósköp hefur þu verid latur ad skrifa mér fréttirnar úr múlasyslu og vili eg nú óska br.m.g. ad þad vissi á þad ad þú kiæmir til mín siálfur ad seigja mér þær, og i þvi trausti atla eg ad hætta ad sini en þakka þér samt kiærlega tilskrifid med maninum m: sídan hef eg ekki séd línu frá þér, med ástkvedju til húsbænda þína, og bestu óskum til þín og ad þú komir brádum

er eg ætíd þín elsk. syst

S. Pálsdóttir

S. T. Herra Stúdiosus Pl Pálssini Reykjavík

Myndir:12