Nafn skrár: | SigPal-1840-02-25 |
Dagsetning: | A-1840-02-25 |
Ritunarstaður (bær): | Reykholti |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Borg. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
R.h. þann 25 febr 1840 hiartkiæri brodir min! ástar þackir fyr= seinasta brefid þitt af 2 Decbr þad var nú eptir veniu ofur kiærkomid, þú skipar mér i þvi ad skrifa þér med póstinum enn hvurt þér þikir so skiemtilegt ad heira sumar ástæd= ur minar læt eg ósagt, þad er þo altiend gott ad heira ad tidin er sú besta skiepnur min= ar allar i gódu standi og ecki 1 kind fargast af þvi sem á var sett, vid allar 4 friskar þvi ad mestu er börnum minum batnadur sá slæm= i hósti sem vída hefur géngid yfir í úngum og gömlum i vetur og margt barn dáid úr enn nú bidum vid léngri umþénkingartíman þvi sagt er eptir honum ad hann atli aungvu ad gégna sem til sín verdi talad enn= láta þá géra vid börnin hvad þeir ödrum, þú gefur nærri hvad gédfe kanskie eg þurfi ecki á svo miklu ad halda mikid vildi eg þú værir nu horfin til min 1 dag i hvuri viku þo allra helst i= vor þvi mér finst eg muni þá verda adstodarlitil, Enn sá er ecki einn sem gud er med, eg vona hann líti nú á kring= umstædur mínar þvi hann hefur alltíd nog rád. Eg sendi þér ad gamni mínu bréf frá S þin elskandi systir S. Helgason |