Nafn skrár:SigPal-1840-02-25
Dagsetning:A-1840-02-25
Ritunarstaður (bær):Reykholti
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Borg.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 18 Mar 1840

R.h. þann 25 febr 1840

hiartkiæri brodir min! ástar þackir fyr= seinasta brefid þitt af 2 Decbr þad var nú eptir veniu ofur kiærkomid, þú skipar mér i þvi ad skrifa þér med póstinum enn hvurt þér þikir so skiemtilegt ad heira sumar ástæd= ur minar læt eg ósagt, þad er þo altiend gott ad heira ad tidin er sú besta skiepnur min= ar allar i gódu standi og ecki 1 kind fargast af þvi sem á var sett, vid allar 4 friskar þvi ad mestu er börnum minum batnadur sá slæm= i hósti sem vída hefur géngid yfir í úngum og gömlum i vetur og margt barn dáid úr enn nú bidum vid bókunnar sem boli högg ilt er sagt af henni ad austan og sunnan og sagt er hun sé komin á 2 bæi hér nidur frá i andakýlnum svo farin er hun ad mig= ast, annars skrifar Skúli magur min mér ad hun sé ecki manskiæd síst á þeim sem nylega séu bólusettir, Ecki er skemtilegt ad vona upp á Sídu múlan Jon er þvi verri sem hann hefur

herra Stúdiosus theologist Th: Helgasen (þvi á 0eld. daud.

léngri umþénkingartíman þvi sagt er eptir honum ad hann atli aungvu ad gégna sem til sín verdi talad enn= láta þá géra vid börnin hvad þeir v0lir i fardögum, þad losnar heldur eckert til ad bióda honum þo er haft eptir Joni sialfum ad profastur hafi bodid sier 2 jardir út á nesi enn hann 0ecki viliad þiggia og profastur þá sagt ad eitthvad mundi losna til vorsins, nú tók eg fyrir i vetur ad utbiggia af kýrkiuiörd mani sem nu er sakfallin fyrir 4r górdómsbrot og nylega fléngdur 15an vandarhögg fyrir óhlídni ad láta ecki frá sér barnsmódir sína, hugsádi eg ad eg hefdi rád hans i hendi mér, Enn han hótar kirr ad sitia med stirk og rádi hreppstiórans i hálsasveit hvar han er sveitlægur (med hiski sínu) eigi han eitt hundrad afgangs sektum, Ecki bióda þeir sér samt ad tala vid mig neitt um þetta, enn eptir þeim er þetta haft af

0000ed hefur félagid þad eptirloki ad senda 00000 0000dla heitum 1 00r00 af Skírnirs 7da árgángi af Syslumans E00dlíur arbóka 10du skuld, er félagid bidu ydur ad þiggia, sem lítid merki um þá ridung, er þad bar fyri ydur Páll 000 árbandska bókmentafélags i 00mh. þan 28 Apr: 1833 Sh. Guðmundsen

ödrum, þú gefur nærri hvad gédfe0dt mér er ad sitia i þessu, Eckert hefur prófastu skórist í þetta enn þá, enn af ödrum hef eg ecki ad vænta þess, gaman þægti mér ad heyra meiningu þina hvurt ockar Jons yrdi látid fara á sveitina ef ecki rædstur enn umfram alt þirti eg á skúrk þinum ad halda ef Jon færi á flot ad beigda jördina sem ábúandi þegar honum var ecki bódin hun þegar hun var seldt, hvurki er Sveirn eda Gudni nefndir, þvi nog er ad fast vid Jon, enda mundu þeir verda betri vidureignar Ecki skaltu bródir mog strída neitt fyrir mér med fiskin þvi eg held prófastur hialpi mér, all gódan vinumann hef eg féngid og brestur an ars eckert vinufolk

kanskie eg þurfi ecki á svo miklu ad halda mikid vildi eg þú værir nu horfin til min 1 dag i hvuri viku þo allra helst i= vor þvi mér finst eg muni þá verda adstodarlitil, Enn sá er ecki einn sem gud er med, eg vona hann líti nú á kring= umstædur mínar þvi hann hefur alltíd nog rád. Eg sendi þér ad gamni mínu bréf frá Sra Þorláki til Sra Backmans svo ecki held eg sú ad óttast hann, annars seigia allir ad Oddgeir komi i sumar þá ætti eg ad kaupa hans part i Sídum? enn efnin hlióta ad ráda. Nú atla eg ecki ad þreita þig leingur br. m. g. med þessu ósamanhángandi rugli, vid 4 kvedium þig og kissum óskandi þér allrar blessun= ar eg bid hiaranlega ad heilsa amtm.

þin elskandi systir

S. Helgason

Myndir:12