Nafn skrár:SigPal-1840-06-15
Dagsetning:A-1840-06-15
Ritunarstaður (bær):Síðumúla
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Mýr.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Sidumúla þan 15 Júni 1840

Elskulegi bródir ! Nú er eg loksins hingad komin med alt mitt og liggur vid eg liggi úti þvi hér má ecki neinn kofi heita uppi standandi í flughasti þessum má eg ecki vera ad seigia þér neitt af ástandi minu enn ennþá lángar mig til ad sverfa ad þér med ad finna mig þad fyrta og hrædd er eg um þú verdir of ríkur ef þú slöckur aldrei svo mikid nidur vinu þini, i þessu augnabliki feck eg bod frá lundum ad koma þang_ ad hestinum yckar en hvurnin han á vest= ur ad komast veit eg ecki, enn svo er nú mál med vexti ad i vor þegar hætt var ad hísa og passa Raud uckar fann

hann fyrir gott ad striúka liklega út ad Saurbæ þvi han var þadan sem þú manst svo ecki hefur leingi til hans frést enn eg hef haft svo mikid ad láta giera i vor ad ei hef getad leitad hans firr enn nú ad ferd liggur fyrir piltum minum út a Nes og þá vona eg þeir spurie han uppi, sídan atladi eg ad senda han enn þegar bodin komu ad senda hestin datt mér i hug ad Finnur mundi vera á ferdini vestur og hafa þurt á hestin= um ad halda tek eg eirn hestin min sem eg held ad beri han og sendi honum má eg þó ómögulega hestin missa þvi hestar minir eru bædi ordnir sárfáir enn óþriotanlegt sem eg þarf á þeim ad halda þó verdur þú ad halda þessum til þess hin kemur enn bidia verd eg þig fyrir ad nída han ecki

nú hætti eg ad sinni lifdu ætid vel

þin systir

S. Helgason

af ymindun mini ad Finur sé á ferd sendi eg med hestinum bækur þínar velfrágeingnar i Skini og forsigladar

S.T. hr. Stúddiósus P. Pálssini Arnarstapa filgia bækur forsigladar

Myndir:12