Nafn skrár: | AdaBja-1890-03-02 |
Dagsetning: | A-1890-03-02 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Aðalbjartur Bjarnason (Albert Arnason) |
Titill bréfritara: | vinnumaður,bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1864-09-01 |
Dánardagur: | |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Bessatunga |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Saurbæjarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Dal. |
Texti bréfs |
Cortland Gage County Nebraska, Marsh 2 1890 Elskulegi bróðir Það er nú svo lángt síðan jeg hef skrifað þjer línu að jeg veit valla hvernin jeg á að biðja þig að firirgefa mjer hirðuleisi mitt. jeg skammast mín og því leingur sem jeg dreg að skrifa þjer því meira skammast jeg mín firir þjer og Góðum Guði sem allt veit og hann vil jeg biðja að þessi miði megi hitta þig og þína í hans verndar hendi Já jeg var nú að ifirlíta brjefa kassa minn og í honum fann jeg seinasta brjefið sem þú skrifaðir mjer það eru nú nærri 6 ár síðan það er lángur tími og margt hefur breitst síðan bæði hjer og hjá þjer jeg hef að vísu ekki breitst mikið nema mjer hefur kannskje farið dálítið fram jeg er nú hjer í sumar stað enþá mjer líður vel jeg ætla nú að birja búskap í vor Seinast undanliðið ár vann jeg firir bónda en árið þar firir vann jeg firir sjálfan mig mjer hefur alldrei lukk ast vel búskapurinn það er af því jeg hef æfinlega orðið firir of miklum kostnaði vegna þess að jeg er ógiptur en þá jeg hef það sem eptir verður óplægt af Saurbænum eða jeg stúlkur hjer nógu góðar en mjer finnst jeg hafa beðið mátulega lengi jeg mundi aldrei giptast ef jeg ætti að velja ur enska kvennfólkinu mjer hefur fundist það einhvern vegin ónáttúrlegt að eiga að lifa alla sína æfi saman við einhvern sem ekki hefði neina hugmind um fóstur landið fríða, Lárus er nú giptur eins og þú veist jeg má sega jeg skrifaði þjer það hann á mindarlega og duglega konu og eina dóttir sem er fremur skjemtileg og greind hún er nú að jeg held fimm ára. Lárus er nú í nokkurnvegin kringumstæðum þó hann sje nú í töluverðum skuldum enþá eins og margir aðrir hjer það er eins og að maður hafi altaf eitthvað að borga hjer og þegar maður er búin að borga einn hlut þá þarf maður að kaupa annan jeg hef látið Lárus hafa mikið af peningum sem jeg bíst alldrei við að fá aftur en það gerir nú ekkert til jeg kjemst af án þess, þú ert nú víst búin að fá nóg af þessu og þig langar víst til að heira eitthvað frá Nebraska ifir höfuð það hefur nú víst mikið breitst síðan þú varst hjer landið sem þú gekkst um þegar þú varst hjer er nú kjeipt og selt firir 40 og 50 dollara ekran Lincoln er æði stór borg með 60000 íbúa og Omaha með 80 eða 90000 stjórnarland er allt laungu farið í Nebr þeir eru nú að taka Colorado eða tóku allt þar nema klettafjöllin firir einum 3 árum en nú koma þeir aptur allslausir því þar grær ekkert án vatnsveitínga en það er ánæjulegt að koma þeim við á ölduminduðu sljettunum því þar fæst ekkert vatn jeg veit af mörgum sem fóru hjeðan með 1 til 2000 dollara og tóku land í Colorado og voru þar í 2-3 ár brutu upp öll lond sín biggðu góð hús kjeiptu maskínu reistu ekkert firsta árið rjettara sagt reistu alldrei neitt voru þar þangað til seinasta sentið var farið og þegar úlfurin barði að dirum þá fóru þeir til nautamannana og þeir gáfu þeim nóg firir lönd sín til að taka þá til baka svo þú sjerð að hjarðmennirnir haldast við og nú eiga þeir löndin sem þeir áður höfðu rentað af stjórninni en það er nú annað að sega um Nebr landið er allt tekið og að mestuleiti uppbrotið og og tóku stjórnarlönd nú þegar þeir fóru að komast á fót og fóru að reisa gripi og korn þá var ekki lángt þángað til Nebraska hafði margfaldað ávögst sinn tuttugu sinnum svo prísin varð að koma niður og nú er allt í mjög lágu verði corn er í vetur frá 15 til 18 cent nautgripir eru svo sem einskis virði nema þeir sjeu fitaðir og þá í lágu verði kjír er nærri ómögulegt að selja jeg hef sjeð þær seldar firir 12 dollara og góða vetrúnga fyrir það gengur í þeim pest sem drepur þá milliónum saman við og við svo það verður aldrei of mikið af þeim, smábændur eru alltaf að fækka og þeir ríku eru að kaupa landið eins fljótt og þeir komast ifir það og renta þeir það firir 2-3 dollara ekruna jeg er nú alveg úrkula vonar um að ná í land hjer í kríng jeg hefði verið farin hjeðan firir laungu hefði Lárus ekki haldið í mig en ef jeg hef nú lukku í eitt eða tvö ár þá fer jeg vestur og kaupi mjer blett og þegar jeg er orðin ríkur þá kjem jeg heim að finna þig elsku bróðir mig hefur opt lángað heim og lángar víst alltjend heim eins lengi og jeg lifi og jeg bíst við að það sakni hver einn heilvita maður fósturlands síns meira eða minna alla æfi sína en sleppum nú því þettað eru nú mest barnalæti firir mjer en hefurðu frjett af Benidikt honum líður vel hann er í Toronto Canada við skrifumst alltaf á þaug eiga 3 börn lifandi 2ær stúkur og eirn dreing jeg vona að Benidict komi hingað vestur bráðum svo við getum búið í samfjelagi jeg skal reina að láta hann hafa Elsku Torfi mig lángar til að frjetta frá Ólafsdal ef þú getur firirgefið mjer barnaskap minn þá bið jeg þig að skrifa mjer línu segðu Guðlaugu að jeg biðji hana firigefningar jeg hef ekki ar eins trassi og hann Lárus með að skrifa og jeg lofaði henni að skrifa opt og iðulega en jeg hef ekki emt loforð mitt og mjer sárnar það mikið en jeg vil gjöra eins og góðu börnin lofa bót og betrun innaní er mind af mjer sem jeg sendi þjer svo þú getir sjeð hvert jeg hef umbreitst nokkuð síðan jeg fór að heiman en þegar jeg kjem heim þá verð jeg nú alskjeggaður Já blaðið er á enda svo jeg vil biðja þig að firirgefa og skrifa aptur þínum elskandi bróður Bjarti |