Nafn skrár:AsgFri-1896-07-20
Dagsetning:A-1896-07-20
Ritunarstaður (bær):Geirseyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):V-Barð.
Athugasemd:Ásgeir er bróðir Einars
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1860-00-00
Dánardagur:1936-00-00
Fæðingarstaður (bær):Garði (Fnjóskadal)
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Geirseyri 20 júli 1896

Elsku bróðir!

Bráðum er eg laus úr þessum leíða stað. Samnt verður það líklega ekki fyr en um miðan águst og þá fer eg að Bíldudal og smiði eitthvað fyrir Thorsteinssen.

1. hús líklega. og í Agúst gipti eg mig bróðirdóttir Markúsar kaupmans og systurdóttir Jóhannesar D.br: mans á Sveinseyri í Thalnafirði og

sem er í Haga í

Barðastrond hjá móður sinni og stjúpa hreppstjóra þar það er vel efnað að londum og lausum aurum. Eg sendi núna peninga fyrir leífisbréfið og fæ það vona

eg aptur 2 águst og væri mér þá ánægja að þú og þið væruð komist hingað en því mið mun það ekki geta látið sig gjöra. Svo í haust fer eg til

Iafjarðar og hef þar fjaska fínt hús frítt, að búa í og verð við Verslun. það segi eg þér síðar. Nú með skipinu skrifa eg Páli vin okkar og segi

honum um þetta, því hann útvegar

mér bréfið. Og nu þér og er það nú fyrst sem eg læt nokkurn mann um þetta vita. Eg sendi þér einhverntima mind af henni. Hjartans kveðju til konu þinnar barna og

syskina minna

þinn elskandi bróðir

Ásgeir

Kona þín ætti að senda mer falleg hannirða stikki til að sníða daglegu stofuna mína eg skildi rína að senda henni eitthvað úr buðinni

þinn Ásg:

Myndir:12