Nafn skrár:SigPal-1841-03-07
Dagsetning:A-1841-03-07
Ritunarstaður (bær):Síðumúla
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Mýr.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 13 Mai 41 Sídumúla þan 7 Mars 1841

Elskadi bródir! Mér bregdast nú bestu vonir med ad fá linu frá þér med póstinum og skil eg ecki hvurnin á þvi stendur, Eg ritadi þér i haust lángan pistil gvendur póstur kom hér og baud mér ad taka sedil til þín og eg skildi koma honum i veg fyrir sig ofan ad Nesi eg gérdi þetta, og held nú ad kallin hafi svikist um ad taka sedilin og vest þikir mér hafi han komid i ómildra hendur þo ecki væri han svo merkilegur sem þú getur nærri, þad var helst svar upp á spurningar frá sialfum þér, og nockrar línur sem áttu ad vera fyrir þig einan, ecki neni eg ad prióna þetta upp aptur og biria á fréttum sídan sem þo eru aungvar, veduráttan hefur verid sú æskilegasta i vetur og ecki 1 dag ýmistada fyrir fé enn þó altaf hérad hér, enn á mörgum bæum aldrei gefid I kyrkuni hérna var fyrst messad á 3ia Sunudag i Jolaföstu, i vor fer frá mér gudrún þorarinsdóttir sem leingi hefur hiá mér verid og þorbiörn sem

til mín fór i fyrravor svo nú held eg mér verdi audhætt vid búskapin þegar eg missi fólkid þvi eg er óvön ad skipta opt um þad Eg er nú altaf ad búast vid gestum þvi heirt hef eg sagt ad Sra Jonas atladi ad koma og þad ádur enn góa endadi, til ad borga mér qvigldin og atlar ad gefa haltan 4a dal fyrir hvuria á af 30u sem eg á hiá honum, verdi nú af þessu er þad mest Sigurdi á Háafelli ad þacka, þvi hann hefur bodid vasa pen= ingana til láns ad kvitta þessa skuld med enn samt er eptir kyrkjuloptid og þikir mér slæmt ef eg missi af þvi, Ecki held eg prestur grædi mikid á heyinu sem han hafdi af mér i haust, og svo er þad mikid ad ecki trúi eg þad skíni á reid hestinum hans þvi han er sagdur horadur. _ Sagt er ad syslumadur Einarson hafi farid i kenbónaferd ad Svignask: enn hvurnin honum hafi gengid veit eg ógörla Séra Bödvar atlar nordur um sumarmálin ad gipta sig og held eg hann seigi eins og nafni þinn, þad sem eg ecki vil giöri eg enn þad sem eg vil giöri eg ecki

Æ blessadur kondu til min ef þid húsbóndi þin ridid til þings i sumar mikid vildi eg þú nædir i eitthvad af postillu peningunum handa mér svo þeir lendi ecki allir i klónum á honum gudm ástsamlega bid eg ad heilsa húsbónda þinum, gud veri hiá þér óskar þin sanelskandi systir S. Helgason

Myndir:12