Nafn skrár: | SigPal-1842-03-13 |
Dagsetning: | A-1842-03-13 |
Ritunarstaður (bær): | Síðumúla |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Mýr. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
sv 9 Mai 1842 Sídumúla þan 13 Mars 1842 Nú þikir mér lída lángt á milli bréfa frá þér br:m.g: þvi ecki hef eg séd línu frá þér sídan 18 Oct i haust eg hef léngi vonad eptir línu med póstinum, um þad er ecki svo mikid eg geti frétt af ferdum hans þó ætla eg ad reina ad koma þessum línum eitthvad i veg fyrir hann, helst til þess ad bidia þig ad giöra svo vel og gefa mér þad fyrsta vísbending um hvar mátti skilia eptir i vissum og óhultum stad vid Búdir þad lítid sem eg sendi fyrir fyskin þvi als ókunugur sendi madur min verdur i vandrædum med þad, eg ydrast eptir ad eg bad ecki húsbonda þin i fyrstuni ad útvega mér fiskin vid Búdir þvi hesta mína munar hvurt sporid þeir eru nú farnir ad fæcka þvi eg hef mist 2 klára i vetur úr, inanmeinum, Fiárpestin hefur líka heilsad uppá mig hún er hér um pláss opt slæmur gestur Eckert hefur farid milli ockar Péturs, sídan eg páradi þér i haust fyrr enn a dögunum krók til hreppstiórans og prestana á g:b: og óskadi strax stefnu yfir mér og forlíkun enn forlíkunar nefndin neitadi honum ad gera svo bradan bug ad þessu, svo hann mátti rída ofan alla Sidu med ófor |