Nafn skrár:SigPal-1842-03-13
Dagsetning:A-1842-03-13
Ritunarstaður (bær):Síðumúla
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Mýr.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 9 Mai 1842 Sídumúla þan 13 Mars 1842

Nú þikir mér lída lángt á milli bréfa frá þér br:m.g: þvi ecki hef eg séd línu frá þér sídan 18 Oct i haust eg hef léngi vonad eptir línu med póstinum, um þad er ecki svo mikid eg geti frétt af ferdum hans þó ætla eg ad reina ad koma þessum línum eitthvad i veg fyrir hann, helst til þess ad bidia þig ad giöra svo vel og gefa mér þad fyrsta vísbending um hvar mátti skilia eptir i vissum og óhultum stad vid Búdir þad lítid sem eg sendi fyrir fyskin þvi als ókunugur sendi madur min verdur i vandrædum med þad, eg ydrast eptir ad eg bad ecki húsbonda þin i fyrstuni ad útvega mér fiskin vid Búdir þvi hesta mína munar hvurt sporid þeir eru nú farnir ad fæcka þvi eg hef mist 2 klára i vetur úr, inanmeinum, Fiárpestin hefur líka heilsad uppá mig hún er hér um pláss opt slæmur gestur Eckert hefur farid milli ockar Péturs, sídan eg páradi þér i haust fyrr enn a dögunum rétt nylega ad han fan fyrir gott ad leggia allar Axirnar á bakid og færa mér þær og óskadi samt hæverskilega bædi eptir skóg= artolli og ad eg giæfi eptir túnguna sem han vill hafa hér undan þessu hvuru tvegiu þverneitadi eg enn kvadst mundi brúka sem mína eign samt skildum vid meinlítid, enn hann for eins og Júda das eptir þan bita þvi dægin eptir reid han út ad Höfn til mags sins svo fram ad Reikholti og svo fram á

krók til hreppstiórans og prestana á g:b: og óskadi strax stefnu yfir mér og forlíkun enn forlíkunar nefndin neitadi honum ad gera svo bradan bug ad þessu, svo hann mátti rída ofan alla Sidu med óforráttad erindi en þá trú eg han hefdi verid grár i skapi samt fór han aptur sudur yfir á og ad Reikh: þvi þar er handbokin hans en matti þó halda svo búin heim eftir 5 daga útreid Nú bíst eg ecki vid ödru en ofstopi Péturs dinie yfir mig þá og þá, eg skrifadi Ottisen og bad han mæta fyrir mig á forlikunini vid hann enn hef ecki fengid svar svo eg held ad han vilie hafa sig undan þessu þeigin og þá þikia mér kostir mínir ordnir nockud þúngir ef eg má mæta siálf á forlíkun vid pétur en fæ aungvan til þess, þó þad sé ecki ólíkt anari umhiggusemi sem men bera fyrir mér, ecki er enn farid ad skióta bólu uppá ad eg fái neitt fyrir kyrkiuloftid i R.kh litlu eptir nyár sendi Se Jonas mér 5 speslur svo sem min kvota af braudinu, á dögunum kom til mín madur austan úr nordur.m:s: hann var sendur sudur i landaþrætu máli milli Gudm: á Hallfredarst: og eckiu i Fremraseli, aungva mana lát sagdi han ad austan nema Vigfúsar sonar Ser St: á Valþiófst: han hafdi druknad, ofanum Is á Lagar flióti nylega hafdi han verid giftur Sigridi eckiu Ser Sigfúsar frænda ockar, þorun systir ockar hafdi gifst( i vetur fyrir Jolin) Haldóri Sigfússyni Sigg sagdi

han ad væri á Kolfreinst: i vetur ad kena börnum hiá Sra Olafi Indridassyni virtu vel hastin og skrifadu þad fyrsta þini systir S: Helgason

Myndir:12