Nafn skrár:SigPal-1842-04-30
Dagsetning:A-1842-04-30
Ritunarstaður (bær):Síðumúla
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Mýr.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 5 Mai 1842 Sídumúl þan 30 April 1842

Elskulegi besti br:m:! Eg páradi þér línu med seinustu póstferd, þad hefur kanskie farid med þad eins og brefid sem þú sendir med honum til mín, af 20 febrú eg heimti þad sunan af hvalfiardar strönd hvar han hafdi þad ept= ir skilid litlu fyrir sumarmál og sinist mér han þirti ad vita hvad vel han leidbeinar bréfum mana Ecki man eg hvar eg hætti seinast vid ad seigia þér frá vidur eign ockar Peturs, eg held þad hafi verid þegar han var búin ad begera af syslum: skodunargiördina á þrætustickid svo han feingi forlíkun, nockru seirna feck Petur bréf frá syslm: hvar i han út nefndi 4a men til þessarar bodunargiördar svo þóknadist honum P: ad skrifa mer, hvad eg sendi þér ásamt med svari mínu til hans, en Dannyel á Fródast: bad eg ad seigia þeim til mina landamerkia

svo fram fór skodunargiördin og álítu þeir allir ad parturin heirdi hér til, og hafdi Pt þá ordid fölur i bragdi, eg sendi þér líka þad sem skodunar menirnir skrásettu, eptir þetta hlióp P. í illu skapi fram ad Gilsbacka og begerdi á ny stefnu yfir mér til forlíkun= ar og féck hana, svo hér á ad haldast forlíkun á milli ockar þan 3 May en eg skrifa þessar línur þan 1a S:m: og á ad fara á stad í bítid á morgun og þad þikir mér vest ad geta ecki látid þig vita hvurnin ockur P: kemur saman, en eg vona ad geta þad brádum med Arna á Lúndum, Eg sendi til otti sens og held eg mér komi þad ecki ad neinu prófastin á Holmi þeckir þú enda kvu han liggia daudveikur en Oddgeir held eg aldrei komi, gamli sera Hyörtur er svo hrædur um ad eg meigi lúta i lægra haldinu en P. svo han rak mig til ad skrifa sera Þorláki og senda med til hans eg sendi þér bref Sie Hyörts til mín og mitt til Ser Þorl: en þegar sendi madur

min kom til hans hafdi han nockud i kollin= um kallin svo han gat ecki neitt nema skrifad syni sínun í skólanum og sendi svo bréfid mitt til Christiansens( og þad þokti mér allra vest) sendimadur min taladi vid Christ: svo grein= ilega sem han gat um ockur P: og hafdi han talad vel um ad stirkia mitt mál ef á þirti ad halda, en spád þó ad P. mundi heikiast, * Ecki geri eg rád fyrir ödru en P. láti þetta mál gánga strags i prósess þvi ecki bíst eg vid ad gefa honum eptir á forlíkunini eina þúfu af þeim umþrætta parti og hef eg þá ecki önur rád en leita uckar húsbonda þins gódu ráda og framkvæmdar, ef eingin vegur væri ad þú sialfur vegna fiarlægdar giætir hialpad mér, þá vildi eg bidia þig ásamt husbonda þinum ecki tefia ad leita henar þar sem líklegast væri ef á þirti ad halda skildi ecki Chr vera fáanlegur til þess þvi þó han yrdi dyrkeiptur lendir þad ecki á mér nema ad helfingi eda seigdu mér hefur eingin mindugleika til ad bidia Pt ad halda kiapti þang= ad til Oddgeir kemur, ecki held eg prófastur fari sér hart med kyrkiuloptid, eg sendi þér

* eckert svar féck eg frá Sra B eda ödrum nema S00 skant til mín línum sem eg sendi þér

ad gamni mínu seinasta brefid sem han skrifadi mér, og bréfid sem fylgdi peningunum frá sera Nasa og reiddist svo af þvi sem han lígur uppá manin min, þvi aldrei skaut han þessu máli sem han seigir, i 0anselynd heldur ser Benidict á Lundi, Eg sendi þér bækurnar sem þú nefndir i skióduni inan i svuntudúknum ad blödunum var eg leingi ad leita um sídir fann eg eitthvad sem eg vissi eckert hvad var, og þad sendi eg þér i vadmalinu ásamt bréfum línum sem eg bid þig senda mér med sömu ferd ásamt pok= unum og skiódum eg veiddi vörur minar svo vel af hendi sem eg gat, og í þvi sem þú sagdir mér og láttu mig vita hvurnin líka, ef Þordur min kallin flækist út á Stapan þá bid eg þig ad taka vel á móti honum, en geti han ecki sialfur farid til uckar þá fær han strags mand vid Búdir til ad senda, svo þú getir haft tíma til ad koma þvi umbedna ásamt laungu brefi frá þér í veigin fyrir han til baka Raudu klárin sendi eg honum hefur verid gefid sídan fyrir Jól og var han þá ordin svona horadur og ecki þrifist svo eg vil helst aldrei optar taka han

Fáar eru fréttir skip eru kom= in og von á mikilli sigling ecki þori eg ad hafa neinar fréttir eptir sem eru ad berast þvi þær eru kanski ecki árídanlegar 3 bátar fórust á sudurferd til fiski ródra í vetur med 8 mönum alstadar ad heira sudur med hrædilegt fiski leisi og ógiæptir og fiskur ófáanlegur, Tídin er sú besta uppá landid og allar skepnur 3 hef eg mist hest= ana i vetur og fæ nú hesta til láns vestur Nú held eg þú reidist mér besti br fyrir allan þenan þvætting æ en virtu vel og lestu i málid

gud gefi þér alt til lucku og blessunar

þin systir

S. Pálsdóttir

Myndir:1234