Nafn skrár:SigPal-1842-09-18
Dagsetning:A-1842-09-18
Ritunarstaður (bær):Síðumúla
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Mýr.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 29 Seph sa. Sídamúla 18 Septb: 1842

Elskadi besti bródir! Mér er farid ad leidast bréfaleisi frá þér br: m: g: og vildi eg helst ad bodadi þad ad þú sialfur værir væntanlegur, eg páradi þér seinast línu sem komst á Magnús Gislason i Reykiav: og næst ádur yckur húsbónda þínum sem eg bad Sera Þórarin fyrir sem þá var i Þingferdum med syslum: Lúnd. i sedlinum til húsbónda þins bad eg han ætla mér fisk til vorsins, eins og i vor sem leid, enn þo eg hafi eckert svar frá honum féngid dirfist eg samt ad senda honum uppí fiskin 5 Rd. og 3 pd: af söltudu kúasmiöri i tilsleignu miölkvartili og merktu þér, med stórum

stöfum þvi eg held qvartilid fari þá ecki i rugling vid önur sem kinu ad vera i ferdini þvi ecki mun þér vera sendt mikid þess slags enda hef eg ecki tíma til ad skrifa amtm: línu þvi bod koma ad senda qvartilid á sömu stundu syslum: Ottisen sér um flutning á þvi vestur til yckar svo veit eg þú kemur þvi á fram= færi og sérd um ad amtm: taki mér ecki þessu dyrfsku illa upp, eg vildi ecki geimi þetta til vórsins þvi eg var hrædd um ad qvartilid væri ecki vel héldt og smiörid kini ad skémast._ Lógsins i sumar borgadi Sera Jonas med illu skapi 16 Rd: fyrir kirkiuloptid góda, og atti eg ecki kost á meiru eda þá iafn mörgum bóndum sem i loftinu af teknum i R:v: *_ .* og var þad ecki meiraexir mín er audi vídar prís

Ecki held eg þurfi ad vænta stirks af oddg: eg haddi þá æru ad fá bréf frá hon= um rétt nylega sem mér gediast mikid illa ad, og sindist mér ad han hefdi heldur mátt hafa lítillæti til ad tala vid mig heldur en rugla um i tilskrifi þessu, sér ókun= ugar sakir han bídur mér ad aupa sin part af S.m. fyrir 1200rd Eg vildi þú værir komin til min ad svara þessu góda bréfi, Eg hef ecki tíma til ad skrifa þér neinar fréttir frábærlega hefur slatturin verid erfidur vegna sífeldra rigninga sem altaf vid hald= ast eg vona þad fyrsta anad hvurt eptir sialfum þér eda i þad minsta bréfi

forláttu hastin þini elsk: systir

S. Helgason

Myndir:12