Nafn skrár:AsgFri-1895-10-26
Dagsetning:A-1895-10-26
Ritunarstaður (bær):Geirseyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):V-Barð.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 4941 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1860-00-00
Dánardagur:1936-00-00
Fæðingarstaður (bær):Garði (Fnjóskadal)
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Geirseyri 26. október 1895

Kæri vin og frændi!

Kærlega þakka eg þér indælt bréf meðtekið 24 þ.m með Thyru d.s. 26 sept, og fyrir myndirnar. Mér líkuðu þær ágætlega, og nú bið eg þann er færir þér þetta bréf að borga þér 3 krónunar, er þær kosta, og af því eg er svo ákaflega fallegur!!! þá vilja allir fá mynd af mér, og langar mig til biðja þig að gjöra svo vel og útvega mér 6 sty: til og 50 Vísikort eins og eg held að eg hafi sent þér einhverntíma, bogunin skal nær sem þú vilt, en þetta þætti mér vitanlega vænst að fá sem

fyrst. Nú sný eg við blaðinu og hlít eg að hafa annað efni á þessari sýðunni. Það er þá fyrst, sem eg þarf að biðja þig forlás á að eg skildi ekki hafa í upphafi þessa línu, að egóska þér af hjarta til lukku. Eg hafði að vísu heyrt því fleikt fyrir að þú værir trúlofaður, því fínu Frökenirnar spirja sig fyrir með þesskonar hluti um slíka menn, því margar vilja krækja í aðra eins menn og þú ert, lærður lipur, háttstandandi að öllu leíti og fríður og skemmtilegur og reglusamur í öllu. Mér liggur opt við að öfunda þá er þannig eru gáfum gæddir, enda þó eg sé ekki öfundssjúkur, og þó það fari vel um mig að mörgu.

Hver hlekkur stirkir annan í þessari lífskeðju, og eg geri einlægt einhverjum gagn. -

Mér finst eg hlakka til ef eg lifi það að fá að sjá þig einhverntíma, og eg óska af heílum hug að þú getir fengið hér á landi það berzta embætti sem til er. Já kæri frændi, þá kem eg með öxina og hefilin til þín. Hér er eg við allan Andsk... og leíðist mér það, og verð ólíklega lengi við það að öðruleíti líður mér ágætlega.

Eg hef ferðast hér um Barðaströnd og komið að Haga, þar sem Gestur Olleifsson var, og þótti mér þar fremur fallegt.

Eg gæti sagt þér mart ef eg væri seztur í stofuna hjá þér en í bréf getur maður ekki tínt það fram, enda er eins og maður muni ekki neitt, þegar maður er sestur með pennan. Eg er ekki mjög langt frá systir þinni nú, en samt er eg hræddur um að eg sjái hana

ekki. Nú er eg komin á síðustu sýðu, og hef ekki fundið neinar fréttir, og sé því ekkert ráðlegra en að fara að stilla fartina á penna garminum, og biðja þig að fyrirgefa mér þennan miða sem alt annað frá minni hendi, því eg veit að þér verður farið að sárleiðast þegar þú ert búin að ráða í þettað rugl.

Vertu svo alla daga blessaður

það mælir þinn einl

Ásgeir Tr: Friðgeirsson

Eg vona eptir línu fyrir jólin og fyrir jólin.

Þinn sami

Ásgeir

Myndir:123