Sídumúla 28 April 1843 Hiartkiæri br: min! Nockra stund beid eg eftir bréfi frá þér vetur br:m:g: enn þad kom þá líka þegar þad kom þvi þad var léngra enn nockur Jóns postillu lestur og áttu skilid skilid lángt þacklæti fyrir þad, Ecki var óþarfi þó þú hialpadir mér med bréfid til hans Odg þvi þú sér nú sialfur ad eg get ecki stilad þess háttar bréf eg hef haft mikla hialp af bréfinu þinu nær sem eg þarf nú ad halda á þvi eda á eg ad fara ad skrifa O til kaupins endilega má eg til ad ná i han ádur enn han krefur mig aptur þvi ecki ætla eg ad borga til hans ad svokomnu._ Nu leggur Þordur min upp vestur ferd og er þó ecki fær um svo ervida ferd illa lætur han yfir króknum til yckar, enn þó verr ifir ad hlinninguni i Ólafsv: þvi hún var eingin og ecki nema tómar loptfialirnar ad liggia á þetta þolir Þordur svo illa af þvi han er svo lasin, eg vil bidia þig ad hialpa honum um kadal spotta eda reipis auka ef han þarf._ ecki hefur þú neitt nefndt fyrr enn i seinasta bréfi þinu ad fá skinin svó eg var illa undir þad búin og gat ecki látid nema 10 enn þaug bestu sem eg hafdi og heyri eg þo sagt ad skín séu ecki i gódum pris vestra, hér um pláss er morkin 2 fiska af vænum saudskinum eg hefdi viljad senda yckur meira af vinu enn þori þad ecki þvi þú nefnir eg haldi heni eptir i þetta sin, naud sinlega þirti eg ad fá 11 vættir ef Þordur gæti komid þeim á hestana blessadur vertu útvegadu mér hiá amtm: þó ecki sé nema 1 pott af messuvíni hér eru allar kirkiur sem eg veit til vínlausar þad er ad seigia sem stendur og þikir mér ilt ad kirkjan hérna síe leingi eins á veigi stödd bágt er hér um pláss vída mana á milli og vída farid ad deygia úr hor helst saudfé Stórt 100 fiár hef eg heirt ad daudt væri á Varm= alæk og mun þad vera hvad flest á bæ flest allar sképnur mínar held eg sé í bæri legustandi en þá en ecki held eg verdi hei fyrningarnar, mikid vildi eg þú yrdir med amtm ef han fer á skanda samkom una i sumar og kiæmir til mín þad þarf þá ecki ad seigia ad eingin hafi gott af heni, eg ætla ad hætta i þetta sin i von um ad fá ad sia þig Eckert hef eg heirt af systkinum minum ad austan og aungva línu frá þeim féngid Eg vona eptir laungu bréfi frá þér og kved þig alskins farsældar óskum þín af hiarta elskandi systir S. Pálsdóttir |