Nafn skrár:SigPal-1844-05-15
Dagsetning:A-1844-05-15
Ritunarstaður (bær):Síðumúla
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Mýr.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 23 Mai 44

Sídumula 15 May 1844

Elskadi besti br: min! hiartanlega þacka eg þitt mér eptir vana skiemtilega og kiærkomna tilskrif af 18 Febr: eg atladi ad senda þér línu med póstinum en bægdist heldur frá þvi, sama qvöldid og eg féck bréfid þitt ætladi eg eftir vana minum ofan ad skemta en slapp úr blautri stíga rim og i sama augnabliki greip fast i hleran svo geck úr lidi hægri öxlin eingin vissi nú hvad giera skildi og til aungva var ad flía allir mistu hug og dug nema eg var skast og bad Svein sambilis man min [sem sat uppá lopti hiá mér] ad toga fast i handlegin en eg stre00i sialf á móti og eptir þridiu tilraun ad öxlin var vel i sundurtogud hepnadist mér med heilu hendina ad koma i lidin aptur en ecki er eg nærri ordin iafn gód en ónit held eg verdi til ervidis vinu ecki vóru samt nema 3 dagar sem eg span ecki á rockin min þvi þad hef eg þolad best, Nú fer Þordur úti ófært þvi

ecki er anad ad fá, þad hafa verid dæmalausar rigninar og stormar sídan med Einmánudi svo veturin er er hér um plass af fara slæmur hvad sképnur mana áhrærir, og ecki getur fólk nád biargrædi fyrir veturvöxtum og ófærd, ecki bid eg amtm: nema um 10 rættir eins og vant er og veitir mér þó ecki af 12 en Þordur var bedin i fyrra i Olafsvik um ad út vega 2 falleg svuntuefni og fer han nú med þaug en bregdist honum ad geta seldt þaug bid eg þig ad umgangast vid amtm: ad eg fái á hestana, ecki get eg neitt talad um skuldir minar eg meina helst vid skráddaran þó fleiri sieu, firr en ef þú kemur til min i haust þvi ecki muntu verda á ferdini á alþingid, i sumar og fleiri ganga nú úr skaftinu en þeir sem þú telur ecki med mönunum, eg sendi þér eyin handar vit H:v: mins þvi nú held eg ad han sié ordin skamlífur heldur þú eg hafi nockurt gagn af þvi eigi þad ad umbreitast þá ségdu mér hvurnin ecki mattu heimta signet þvi þad á han eckert nema búxna hnappin sin, eckert hef eg frétt ad austan nema þad sem þú sér af bréfi Gunl: frá Krossav:

ecki er en þá víst hvurs verdur G. bidin þad hefur mikid geingid á med han, siera Jon hrakti sig sudur i vetur i half ófæru vedri og færd ad bidia sier miskunar þá soktu trúi eg 10 prestar um g:b: og endilega var han reittur sem Haldóri Biörnsini á Eyadalsá biskup og stift= prófastur rádlögdu siera Joni ad senda til séra Hi þvi han mundi verda viss ad fá Eyadalsá og bidia han um brauda skipti strax sem sera Jon kom heim sendi hann nordur i þingeiarsislu til sera Hi og han gaf med ánægiu eftir braudaskiftin ad þessu öllu búnu sendir sera Jon sudur aftur ad vita hvurt han fengi Eyadalsá þvi stift próf sógti fyrir han, en þá var hún veitt sera Magnúsi Sigursini á Þaunglabacka, þá var H: féck þetta ad vita brá sóknarfólki hans illa i brún ad fá Þaungulin sendi, han sídan þess vegna sudur og bad um brauda skipti vid han en hvad nú gerist veit eg ecki þvi sá sendimadur er fyrir sunan liklega fær nú ser H braudaskiptin svo vid sitium med Þaungulin og heiri eg alla láta mikid illa um han þessu unir sóknar, folk hér mikid illa ad ser Jon sem er elskadur af þvi öllum er gerdur braudlaus og hefur er vidar kringum stædur og fyrst þessu fer fram atla eg ad taka kirkjuna hierna fyrir skiemu._ Nú flitur siera Biörn frá móum og nordur ad

skínastad svo líklega komum vid Oddg: til ad eiga saman aftur og er mér þad eingin ged til húxun aldrei hef eg skrifad honum, skipin eru komin en lítid frétti eg eg eftir þeim einungis held eg ad margir hafi ordid þeim fegnir þó ecki væri nema ad fá Caffi þvi kaupmenirnir höfdu ecki leíngur handa sialfum sier, svo von er þó eg búi ecki vel af þvi, enda hef eg aldrei firri ordid Caffilaus, aungva* *man eg nafnkénda dána nema konu ser Sigurdar i Hraungerdi,. Eg bid ást samlega ad heilsa frúni og bid hana margsínis ad forláta prisu ómind= ina sem fylgir med, þú nefndir eckert hvurt hún ætti ad vera stór eda lítil svo eg veit ad hún passar i aungvan máta líka er hún svo illa unin sier= deilis ad priónaskapnum þvi eg þoldi ecki ad prióna sialf, en ef eg lifi til og frúin vildi nita adra peisu skal eg hugsa til þess og segdu mér havd mest er ad þessari_ virtu vel leidinda pistil þenan br:m:g: lifdu sem best kan óska og unna, þín elskandi systir

S: Helgason

yckur Svb: tel eg á hendur kverin, í vetur biladi úrid mitt og held eg helst ad þad hafi hrockid af kedju króknum eg hef eckert vid þad ad gera og sendi eg

þér þad fyrst ad láta þad sigla til ad gerdar og sidan kanskié þú vildir eiga þad eda þá þú gerir vid þad hvad þier sínist lifdu vel

Myndir:12