Nafn skrár:SigPal-1844-06-23
Dagsetning:A-1844-06-23
Ritunarstaður (bær):Síðumúla
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Mýr.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 25 Jul.

Sídumúla 23 Juni 1844

Elskadi besti br: mín! Mier vill þad nú til ad geta komid þessum línum til þín br:m:g: ad vesturferdur menirnir þeir á dögun= um fara nú vestur i Stadarsveit til ad sækja Reka vid sem þeir keiptu i fyrri ferdini, eg má þar á siá og eckert af fá, og er eg þó spitna_ þurfi eins og vandt er, enda þikir mér nú eing= in kostur ad láta sækja vid nyrekin og blautan uppúr siónum, en huxa var eg til hvurt þú eda húsbondi þin mundud ecki síá veg til ad útvega mér spitu med bærilegu verdi þvi eg hef heirt ad mikill vidarreki væri vestra og Madme Steinun gamla vid búdir ætti mikid tilkall til* *hans eptir vorid sem leid, þettad bid eg þig ad fara med sem þér sialfum þikir hentast vera Nú kem eg til efnisins og þacka þér hiartan= lega fyrir tilskrifid af 21 og 23 Ma ástsamlegast bid eg þig ad heilsa húsbændum þínum med

stædsta þacklæti fyrir allar velgiördirnar honum fyrir 10 vættir af allgodum fiski en heni fyrir skióduna mína kúfortid hákallin og s:f.v: mier finst br:m: ad þú ættir ecki ad setja á d reikingin ad eg ætti til góda hiá amtmaninum þar eg tek á móti soddan stór send= ingum árlega þvi eg er óvön ad mér sié gefid svo mikid og notalega._ svo fór sem mig grunadi ad þaungullin mundi nefnast prestur hier og er hans von á hvurjum degi ecki var han soktur samt, og óskadi han þó eftir þvi, ecki lítur ödruvísi út núna en stiftsyfirr: mínu hafi tekist vel í þvi ad giera prestin og alt soknarfólkid óluckulegt med öllum þessum grautarskap þvi soknarfólk hér er óvant vestu prestum. skagt getur þú til sera Jons ad han mundi ecki vilia verda heimilis prestur min þvi þad gerdi han fyrir mig svo léngi sem han nædi til min og kisi eg aungvan fremur til þess en hvad mundi þá Magnus seigia, mundi han

verda léngi ad klaga fyrir þeim fedrum sinum hvurt á eg nú ad fara til* *kirkiu ef mig langar til þess hvar á eg ad vera til alt= aris hvurn á eg add bidia ad spuria börnin og kö00 menn ef kiæmust á þan aldur þvi eckert þetta get eg þeigid af Sra M: enbar; seinustu úrrædi min yrdu ad hrekjast i burtu úr soknini, hugsadu út i óánægju mina br:m:g: og stiktu ad mér einhvurju ordi ef þér ditti i hug þad skal ecki fara fleira á milli en umfram alt rádlegdu mér ecki þolinmædi þvi eg vil ecki eida heni i vondan prest._ þad skipti um tídina eftir ad eg skrifadi þér seinast til þurka og blidvidra og allvel er ordid sprottid svo snema á tímum, ecki bólar mikid á gódu prisunum i Reikjavik eptir sem madur kemst næst þá muni verda 16 sk ull og Tolk og óþarflega vandlátir med þad hvurtveggia 4 dal 10 bánkb: 24 Caffi og sikur 16 sk 00 Ecki held eg geri mig óánægda yfir Reikning= num þinum þvi aldrei hef eg merkt i neinu ad þú vildir ásælast mig._ nær heldur þú ad fari ad hrúast ad ockur arfurin eptir St: sal: br ockar ætli ad frúin geti ecki notad peisuna handa

dreingunum mest geck mér til med Ermastitt= una ad eg hef vitad þá sem eru i nettum utan= hafnarfötum ecki viliad hafa peisuermarnar framundir kióluppslöiin. aldrei veit eg ++ neitt. i fréttum ad seigi heillmana og höld fiar nú ordid hér um pláss fyrirgefdu línur þess= ar og skrifadu mér þad fyrsta eitthvad ad gamni mínu eg bid ad heilsa svb: lídi þér ætíd sem best

óskar þín elskandi systir

S: Helgesen

Myndir:12