Nafn skrár:SigPal-1845-08-06
Dagsetning:A-1845-08-06
Ritunarstaður (bær):Síðumúla
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Mýr.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 30 aug.

Sídumúla 6 Ágúst 1845

Hiartkiæri br: min gódur ! Þó þad meigi nú svo heita ad felst fari fyrir mér ödruvisi en eg altast til, vil eg samt reina ad koma línum þessum i ferd húsbónda þíns sem eiga ad færa þér mitt inilegasta þacklæti fyrir tilskrif þitt af 18 Júní og þvi fylgiandi úr og penínga, og var öll þín medferd á þvi sam= kvæm þínum bródurlegu adgiördum mér til handa ástsamlega bid eg ad heilsa Finni med þacklæti firir adgerdina á úrinu minu, og vildi eg feigin óska ad eg giæti verid honum til vilja i einhvurju, ecki var eg svo heppin ad geta sied eda talad vid húsmódur þina og sama mun verda um Amtm, þó eg hafi heldur lagt drög fyrir ad vita nær han yrdi i Skardi, ecki dugir nú ad fresta þvi sem framm á ad koma br:m.g.

med ad seigja þér ad loksins hef eg nú i higgju ad umbreita rádhag minum, eg sá mér eckert undanfæri firir ákafa og áleitni Sera S þegar hann kom sialfur, ecki lét han sér duga ad fá vilyrdi um ad eg færi til hans i vor, heldur var eingin anar vegur en ad þad yrdi i haust og gerdi han svo rád fyrir ad koma aptur seinast i Septb og giptast svo fliótt sem skéd giæti og fara svo med mig og börnin en láta bú mitt standa hér til vors, þetta kom folki minu nágrönum og sialfri mér mikid i illa og færdist eg undan þessu hastverki þad eg gat en til forgefins, eg sagdi honum þar búum ockar væri óskipt giæti ecki giptingin géngid svo fliótt firir sier, en han sagdi ad ecki þirti anad en uppskriptir i bádum stödum og skipti fyrirtekin þó þaug klárudust ecki fyrr en i vor en eg þordi hvurki ad trúa eda þræta, han vildi sem von var siá árídandi pappira þessu vidvikjandi en þá fan eg hvurgi uppskriptina hvurgi og man eckert hvar hún er

nidur komin, en um sídir fan eg leifis bréfid fyrir ad sitja i óskiptu búi, mér hefur aldrei verid sindt um ad hirda pappírana, Nú er ecki anad firir mér en sem vandt er ad bidja þig ráda fyrir mig og ad siá svo til ad gipting mín verdi ecki ólögmæt þvi vid þad þiki mér skömin meiri en skadin: þú getur nærri hvad eg þarf og vil fleira tala vid þig en komist getur i þenan sedil er þvi mín inilegasta bón til þín ad þú gerdir svo vel og findir mig þad fyrsta þú giætir eda m00 þér síndist hentugast þú veist ad svo m00 er óklárad ockar á milli sem eg vildi ad ecki þirtu fleiri til ad koma, ef þier þiki 00 ad vid mig eda ad eg hafi illa sied fyrir rádi mín0 verdurdu br:m:g. ad fyrirgefa mér þad og láta mig ecki gialda þess, og vera mér sá sami og þú hefur verid, og bregdast mér ecki med ad koma, atla þú færir ecki med dreingina Amtm i skólan i haust, Eg sendi þér ad gamni mínu seinasta bréf Fh han hefur altaf verid ad nudda um þetta

lifdu vel og firirgefdu hastin þini elskandi systir

S. Pálsdóttir

Ser S skrifadi Assessór Jónson og óskadi skipta á búi mínu og anad hvurt yrdi han sialfur eda setti man i sin stad barnana vegna

S. T. herra Stúdenti P: Pálssyni á Stapa

Myndir:12