Nafn skrár:SigPal-1845-08-26
Dagsetning:A-1845-08-26
Ritunarstaður (bær):Síðumúla
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Mýr.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 30 aug.

Sídumúla 26 Agúst 1845

hiartkiæri br:! af mínu vanalega trausti til til þín læt eg þig nú vita hvurnin áhögum minum stendur ad öllu áánægjulega, eg sendi austur eins og húsbóndi þin vissi til, en til forgefins med, ad Ser S. vildi slaka til ad gipting ockar ecki fram færi i haust, en lofar ad eckert skuli vanta til ad regl= u og lögformlega sie frá öllu geingid hvad ástædur ockar áhrærir, þú sier nú siálfur hvad eg á bágt med ad strída i þessu first eg neitadi honum ecki strax, sem eg skildi giarnan hafa gért hefdud þid rádid mér til þess, bréfid hans Sk vilti mig, líka hafdi Amtm lofad mér i bréfi ad tala vid Sk, svo var eg búin eptir möguleg heitum ad grenslast eptir um Se S og ástand hans og gat hvurgi frétt nema gott, en hvad Halmh: packid áhrærir sínist mér þó þad sie á næsta bæ ad eg geti verid eins laus vid þad sem þid væri sudur i Rvík og þá eg sie þar austur frá ókunug held eg þurfi

aungvar búskapar reglur af þvi ad læra, eing= in hefur meiri vidbiód á þvi en Se S sialfur eins og líka er von þvi han þeckir best þeirra hattsemi, Nú er mín mesta raun Ser S skorar svo fast á mig ad taka mér anan logre00ara enAmtm sé han þessu mótfallin ^^ en þad vil eg ómögulega giöra eg gat ecki strax farid ad senda austur aptur og seigia honum sialfum ad halda sier til Amtm en sie nú mitt óværna ad han komi og sitje hér þángad til han er búin ad koma öllu i verk dregst þá svo mikid i tíman og eg má til á endanum ad fara med honum þvi eg get ecki átt i þessu stridi vid han þegar eg vona ad samvera ockar verdi á anad bord, grip eg nú þetta rád ad senda til Amtm og bidja han firir ad siá til ad alt geingi sem best til á mína sídu hvad skiptunum vidvikur heldur en ad verdi úr þessu öllu saman kanskie lagasóknir og kappgirni sem væri mín nesta qvöl mikid lángar mig til ad þú værir vegna barnana mina vid skiptin þvi þeirra taumur vildi eg vel væri haldin, eg vona

ad siá þig þad firsta þvi amtm lofadi mér þú skildir koma til mín þú skilur þá Raud hér eptir legdu mér nú líds yrdi br m: og kondu mér úr krögg= unum

lifdu ætíd vel þin sanelska systir S: Pálsdóttir

Allvel géngur heiskapur hiá mér núna og hefdi þó betur verid ef Þordur min hefdi getad filgt verkum en han er og hefur verid sár lasin anars hefdi han skroppid firir mig vestur, eg vona nú eptir línu sem geri gódan enda á þessu mina vegna og frelsi mig úr þessu strídi á móti Se S þvi nú sérdu siálfur ad fliótar adgiördir þarf e00 vel á ad fara lifdu ætíd vel

S. T. herra Stúdenti P: Pálssyni á Stapa

Myndir:12