Nafn skrár:SigPal-1819-06-16
Dagsetning:A-1819-06-16
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hallfredarstödum D. 16.da Jun.-19.

Elskadi bródir!

Mikid ofur vænt þótti mér um Bréfid þitt seinasta, og þakka ieg þér nú fyrir þad sem best ad eg veit og kann, svo er sem alla þína fogru bródurlegu ástúd mér til handa. _ Já! eg kan þrá þad í sanleika ad segia, besti bródir! ad ekkert af iardneskum hlutum géta framar gladt mig, enn ad heyra vellídan þína og Framfarir til Líkams og sálar. _ Ekkert man eg nú eda veit til ad tína í þennan mida sem þér giæti til gamans ordid, utan eg fari ad segia þér af sialfri mér sem þó geti ekki ordid

neitt merkilegt: _ Næstlidinn vetur var eg ad spinna og prióna, og fékk eg hrós af módur minni og Ømu fyrir, ad mér tækist þad eptir vonum; þess á millum var eg ad lesa upp Lærdominn minn, og gékk mér þad allvel. _ Nú er ieg 000kkiar kona á hvöriu kvöldi, og máttu trúa því, ad þar til þarf ekki ad naudga mér. _

Fyrirgefdu, elskuleigi bródir! þetta skyndihrip! Láttu mig sem allra fyrst siá Svart á hvítu frá þér! þig kyssir og kvedur í anda

þín falslaust unandi systir

Sigrídur Pálsdóttir

Myndir:12