Nafn skrár: | AsgFri-1895-02-10 |
Dagsetning: | A-1895-02-10 |
Ritunarstaður (bær): | Hofi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | Ásgeir er bróðir Einars |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3175 4to |
Nafn viðtakanda: | Einar Friðgeirsson |
Titill viðtakanda: | prestur |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1860-00-00 |
Dánardagur: | 1936-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | Garði (Fnjóskadal) |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hálshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Elsku legi bróðir! Innilegustu þakkir fyrir 2 bréf annað nú ný meðtekið skrifað í des: n.l. Þar næst óska eg þér og ykkur á Borg og Einarsnesi góðs og gleðilegs þessa ný birjaða árs og í annan stað óska eg ykkur hjónum til lukku með blessaðan litla Egil ykkar.- Mér þikir slæmt að heýra hversu mikin skaða þú hefur haft á búi þínu en eg voni að þú vinnir hann fljótlega aptur Héðan er alt hið berzta að frétta. Sumar var hið indælasta einlægir þurkar og blíður og urðu því heyföng með meíra móti Fiski abli var hér nokkur í sumar en afbragð í haust, alveg landburður Ekki þurfti að róa lengra en sem og þar 2hlaðið opt á dag. - HEilsufar manna má heíta ágætt Fjár prísar vóru fremur góðir en farsta verzlun er hér fremur slæm. Nú er að segja af mér að mér líður upp á það allra berzta í öllu heílsan góð og staður sá er eg indælra fólk en þessa familju sem eg er hjá. Þegar eg kom inn í vinnustofu þess þikir mér það sem er stór höfðinglegu konu sína við hlið sér Sem eflaust mun hafa verið hin tilkomumesta kona þessa lands nú í seinnitíð, og börnin þeirra í kring í kring um þaug, sem eru fögur gáfuleg glað leg í sjón og raun það eru 3 dætur og 1. sonur.- Þegar maður irðir á það er það alt jafn þægilegt og glaðlegt hver sem í hlut á; þig má því ekki furða þó mér verði fremur starsýnt á þessa sjón.- Hér er hin merzta raun og höfðingsskapur í öllu, og mindar skapur.- Það er gott við mig í öllu að þó eg væri eirn af börnunum gæti það ekki verið betra við mig en það er í öllum greinum. Eg veit því rend="overstrike">ef svo rend="overstrike">og kaupmans á Patreksfirði og kvíði eg fyrir að fara frá þessu fólki, enda þó eg viti að eg muni eiga þar mjög gott.- Eg er nú einlægt við smíðar á þessu stóra og nýja húsi, á samnt Syni prófastsins sem Kjartan heítir og er berzta smiðs efni hann mér alt til skemntunar og góð er hann getur Eg keipti mér hest í vor sem leíð skemntunar í sumar, og seldi svo aptur ´ihaust fyrir sumarið. Eg hef ferðast upp á Háls fjöl. og eg hef ferðast á Seýðisfjörð. þá sá eg Fljótsdal, Eg kom að Eýðum og var þar nótt. Finnbogi vert á Seýðisfirði vildi endileg að eg tæki við vertshúsinu hjá sér og fleyri kostir buðust mér en eg neítaði öllu. Nú hætti eg og kveð þig elsku bróðir ásamnt konu og b0rnum með öllum blessunar og heilla óskum, það mælir þinn elskandi bróðir Ásgeir Tryggvi |