Nafn skrár:SigPal-1824-01-08
Dagsetning:A-1824-01-08
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Halfredarst: þan 8 Januar 1824

hiartkiæri brodir

firir þin 2 elskuleg tilskrif þacka eg þier hiartanlega og treisti eg mier ómögulega til ad borga þaug so sem vert er en þu ert so godur og nærgiætin vid mig ad þu virdir mier þad til vorkunar þvi so liott er klor mitt og ad mier skuli ecki fara framm skamast eg min ad lata þig sia en avitadu mig nu ecki miög mikid þa þu skrifar mier þessu næst firir skriptina mina, eckert get eg sagt þier i friettum þvi þær eru teknar allar fra mier, vænt þogti mier um södulin min þa han kom i sumar og blessadur vertu firir han eckert vissi eg af ad hans var von firr en han var komin a hladid tvisvar hef eg ridid i honum til kirkiu og fiell mier vel vid han og ad öllu leiti var han óskiemdur, æ komdu nu þvi nu get eg figlst med þier hvurt á land þu vilt en því mattu lof mier ad ecki verdi firir ockur mannaigdu Nautin þvi eg er vid aungvan hlut eins hrædd og þaug, og ödru þvi ad þu skilir aldrei vid mig, fullkomlega varstu buin ad borga böndin en er nu eingin hlutur sem eg gét orkad og þu vilt bidia mig, nu er eg ad komast dalitid nidur i ad lesa

dönsku hia ömmu ockar og segir hun mier gangi eptir vonum, nu er mal ad hætta þessu ólætis rugli sem eg bid þig besti brodir firirgiefa, allir hier bidia ad heilsa þier sisturnar a Kirkiubæ badu mig þa eg skrifadi ad skrifa þier, lifdu nu besti brodir sem an og óskar þin af hiarta elskandi sistir

Sigridur Pals Dottir

Myndir:12