Nafn skrár:SigPal-1825-06-23
Dagsetning:A-1825-06-23
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hallfredarst: þan 23 Junii 1825

hiartelskadi godi brodir!

hafdu þad sem eg hugsa þér besti brodir firir þitt eins og vant er mier kiærkomna Tilskrif og kvidi eg firir ad verda sína lit á ad borga þér þad 00000000 þess vegna ad Ama min hefur af sagt mér alla Nad og Miskun med ad stika firir mig en eg veit þu vorkenir mér þo liotur verdi stillin min og tekur vilian firir verkid. _ Eckert get eg sagt þier i frietta nafni nema eg ferdadist upp ad Eyolfsstödum í vor þegar Siggeir brodir min for uppeptir sidan var mér þar vel tekid og var eg þar 1a nott í sömu ferdini kom eg ad Ketilstödum var Sislumadur ecki heima og gaf Madaman mér Cocolade síndi mér alla storu stofuna

og var mér mikid god. J dag 00 var fært frá en til allrar lucku slapp eg firir sitia lömbin so eg gat klorad þér línur þessar med lömbunum á eg svart 0000000000 gelding vist fallegan sem eg skal gefa þér ef þú sækir han og 0000 þú þad vist til vina þvi nu held eg þu siert ecki fiarmargur. _

Jlla for ad vetlingarnir urdu litlir en lifi eg til vetrar skalt þu fa adra stærri og þa skal eg bera mig ad lata þig fa böndin í Sumar get eg ei neitt þess hattar þu þeckir þa er anad ad giöra nu ma eg ei vera leingur ad þvi féd kemur á kviarnar. _ Lifdu besti brodir æfinlega vel þess óskar þin af hiarta einlægt elskandi sistir

S: Palsdottir

Myndir:12