Nafn skrár:SigPal-1825-11-05
Dagsetning:A-1825-11-05
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hallfredarst: þ 5ta Novemb: 1825

elskadi besti brodir!

þar eg heiri postur ætli ad ganga para eg þér linur þessar ad gamni minu eckert verdur briefs efnid nítt heldur en vant er þvi hitt folkid skrifar þér alt þad fréttnæmt hefur vid borid á aflidnu Sumri. _ þann 21da Sept: héldu brudkaup sitt á Kyrkubæ Sera Þorsteirn Jons son og Jomfru Sigridur Arnadottir þangad voru bodnir 30iu mans var þad vist skildfollk þess í þessara tölu vorum vid sistur hedan en Amma min bio til matin. _ um veturnætur gifti sig stadmt Arni Guttorms son á Hofi Jomfru Þoruni Mariu Gudmunds dottur fra Krossavik þangad vorum vid og bodnar sistur og forum i selskap med Sera Benidikt á Kirkubæ og Jomfru Þordisi lögdum vid ad heiman á Laugardag i votvidri mesta komumst alla leid ad Hrafnabjörgum og gistum þar um nottina á Sunudagin forum vid ifir heidina feingum á heni heidvidri og gott færi komum vid i messulok ad Hofi. _ á Manudagin var veitslan haldin og var framandi 70iu menn morgungiöfin var 40iu Spesiur og stor silfur kanna, í Hofi sá eg fostru

þina og er hun ordin so vesöl i Lærinu ad þad vard ad bera hana í kirkiuna og úr heni og óskadi hun samt eptir þu værir þangad komin og bad ad mig ad heilsa þér þa eg skrifadi. _ á þridiudagin for alt insveitar folk þadan, um nottina giördi Jllvidri, á midvikudagin var ofært á heidini og keirdi nidur snio á fimtudagin lögdum vid í 0 visinu til heidarinar og feingum hardvidri med miklu frosti hugsadi eg þa bædi til þin vid beinavördu og Ömmu minar seina um kvöldid laungu eptir dagsatur komumst vid ad Hrafnabiörgum, og dægin eptir heim. _

J haust gipist og Student Petur Jons son Jomfru Aunnu Biörnsdottur á eydum og hafdi þar verid fiöldi folks, nu er eg so rækilega buin ad skrifa þér um giptingarnar frændfolksins ockar ad mér er ordid Leidi enda eg so þenan giptinga sedil med hugheilustu osk ad þér lidi æfinlega vel og er so þin elskandi sistir

Sigridur Palsdottir

Myndir:12