Nafn skrár: | AsgFri-1895-05-12 |
Dagsetning: | A-1895-05-12 |
Ritunarstaður (bær): | Hofi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 4941 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vatnar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1860-00-00 |
Dánardagur: | 1936-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | Garði (Fnjóskadal) |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hálshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Hofi 12 maí 1895 Kæri vin og frændi! Innilegustu þakkir eiga þessar línur að færa þér fyrir mjög alúðlegt bréf með Olgeiri bróðir d.s. 5 ap: og fyrir alla alúð og trigð mér sínda í gamladaga. Eg var hættur að vonast eptir bréfi frá þér, af því svo mörgum hættir við að gleíma sínum smærri meðbræðrum þegar þeír eru sjálfir komnir til hærri valda, en það þarf ekki að segja um þig, þú ert einlægt hinn sami og jafni trigða vinurinn, og þá eg sá bréf þitt varð eg svo himinglaður, þar eg sá að þú ert jafn alúðlegur eins og þegar við vórum að berjast við námið hver í sinu lægi. Mér þikir vænt um að heyra að þig fýsi aptur heím til hinnar eldgömlu Ísafoldar, já og verðir dómari minn, eg voni þá að þú dæmir mig vægilega fyrir smá sindirnar! - Sjálfsagt er að eg smíði fyrir þig ef þú þarft þess við, mig minnir það væri líka einhverntíma samningur okkar. En á eg ekki líka að vera skrifarin þinn? Þetta er nú flítirs spark, en þegar eg vanda mig þá er það Fréttir hef eg fáar að segja þér því ætlaði eg að fara að segja þér stutt yfirlit yfir æfi mína síðan við skildum, þá yrði það þá alt of langt mál til að skrifa það, og ætli eg því best að geíma það samfunda. Eg hef einlægt verið frískur, og optast við smíðar sumar og vetur, og getur þú því nærri að eg muni vera orðin æfður. Þar á millum er eg ármaður stórhöfðingja, og stundum sem verzlunar maður, já eg breíti mér í náunganum þær, þó fagrar séu. - Eg sendi þér vísikortið mitt að gamni mínu, og máski mind, og þá bið eg þig að gjöra svo vel og hjálpa mér með að láta afminda hana aptur hjá þeím berzta Fótógraffa sem þú þekkir í höfn og senda mér til Patreksfjarðar nokkur stikki (og náttúrlega reíkning) Eg ætli nú út og láta afminda mig, og setja svo Nú er eg búin að sitja fyrir en hverin hún verður má kongurinn vita Eg kveð þig svo og kissi í anda með öllum heílla og blessunar óskum á þessu nýbirjaða sumri og alla ólifaða æfidaga mælir vinsamlegast þinn ónýtur vin og frændi Ásgeir Tr: Friðgeirsson |