Nafn skrár:SigPal-1829-01-05
Dagsetning:A-1829-01-05
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hallfredarst: þan 6 Janu 1829

hiartelskadi brodir

Nu pára eg þér þessar línur besti brodir í þvi ásigkomulægi minu ad eg vaki yfir Þoruni systir nær þvi ad vera mallausri í halsbolgu og þessu filgandi höfudverk og beinverki og er ei fyrra liklegra fyrir heni lif en hel en gud hialpar ockur hvad00 verdur þvi ad mér brast glegilega von ad fa linu frá þér þvi alltid hefur komid brief fra þér med þessari postferd, i Vetur var skrifad upp eftir Ömmu min sal: en ei trúi eg meigi skipta firr en brief kemur fra þér þvi vidvikandi þu hafdir skrifad Ömmu mini á ferd med husbonda þinum og anad fra fru Vidalin bædi af Syslumanni uppbrotin af Jlla féll mér þettad nu ecki tiair ad deila vid domaran, eckert veit eg hvad af ockur verdur g000 allir eru ockur godir en fáir taka af högum ockar Madme Þorun í Krossavík hefur bodid mér til sin en Madme Biörg a Kyrkiubæ ætlar ad bioda Þoruni til sin en kankie hun þurfi þess ei aumkastu nu yfir ockur og kondu austur i Sumar gud launar þér þad vid getum borgad þér reisu kostnadin ecki er mér gedfeldt ad vera hér leingur og eru til þess ymislegar orsakir heldur vard bubbi min iskiggilegur þegar han sá af bréfum þinum

ad setia vildir upp Jördina svo fari sem adur hafdi verid talad um og hafa þeir Syslumadur og S: brodir lofad honum ad skrifa þér til um þad vilt þu ei bidia bubba min ad betala þér i nabnverdi þvi Peningar eru so dyrir Spesian 3 000d: en kini vera þier fiellu bradum en eg hef ei vit á þessu en vil seiga þér eitthvad

Syslumadur heimtadi oll skipta briefin og lést ætla ad senda þér, eg er nu ordin so sifiud æ firirgedu þettad rugl þini til daudans elskandi

S:Palsdottir

Þorun systir bidur hiartanlega ad heilsa uckur brædrum, Gud er mér ad gefa það, eg geti 000id af sorgar h00t þa sudan motgangs sækir ad setur han alt á vægdar mat

00000

her: Studios: P: Palssonar

a/ Arnarstapa

Myndir:12