Nafn skrár:SigPal-1832-03-13
Dagsetning:A-1832-03-13
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

R. vík 13 Marts

besti bródir!

Nú sá eg br. min gódur þú hefur látid mig gialda leti minar (sem maklegt var) og ecki skrifad eina linu mér til póstinum þar er satt tilskrifid med Josafat i vetur þacka eg þér ástsamlega

þad fátt sem hér ber til tidinda fant eg viss ecki ad skrifa þér þvi þú færd þad betra og greinilegra anarstadar frá

Nu er nordan pósturin logsins ny komin og var mörgum farid ad leingia eptir honum eg féck bref ad austan frá kuningunum og voru þaug mikid frétta fá Tidin í sumar hafdi verid þar hin æskilegasta og þar af 0000andi besti heiskapur og níting á því búbbi minn skrifar mér ad hann hafi feingid af túnunum sinum 200 hesta enn eyngum 400 hesta af

þurra landi hann seigist vera búin ad setja Malara Milu á lækin sem 0000 000skran, S födurbr. ockar geingur sem sidvanalega mikid bágt litid seigist hann hafa heiad i sumar sem leid þvi nesid hafi brunid af heitum hann er ordin mikid heilsu tæpur samt er hann eg held næstum á hvuriu missiri ad fiölga ætt sína í vetur fyrir Jolin átti kona hans dreing sem heitir Einar i höfidid á modur br. sínum og mig minir sumarid ádur ættu þaug stulku sem heitir Malena han skrifar mér ad þaug séu búin ad eiga 15 króana hvar af 9 seu lifandi og sinist mér ad min meiga géra gagn, danir eru fyrir austan Læknir þeirra kérulf og Hiörleifur Straki á Nesi og anar nabnkéndur bóndi Olafur í Húsavík í Lodmundarfyrdi

Þoruni systir lidur bærilega l. g hun er hia afa systir ockar á Kyrkiubæ

Nu hef eg tint til þin þad sem eg veit ad austan þvi eg hef ecki ordid vör vid þú hafir feingid bréf þadan i þetta sinn

alt ástand brædra mina i skólanum veit eg þeir skrifa þér greinilega og hvada framförum þeir hafa tekid i vetur med Lærdómin St. held eg hafi af fara godar gáfur og gedsmuni en Sg. ockar þeckir þú sialfur best eg held han siái ad sér med tidini þvi han er vist ecki arfar slæmur og eg held mikid tilfininga samur vid höfum oft att tal saman og hefur ockur sem optast fallid dável en lakast þikir mér ad han er heldur óstödugur og ákafur i gód00000 mikid talar han vel um þig og er vel vid þig en þo allra best vid Amtmanin,

Jon br. skrifar þér vist úr dagbók sini og þar færdu allar frettirnar systir m. bidur ad heilsa þér og husbændum þinum

Lifdu besti br. farsæll og anægdur (þvi gótt er á medan so geingur) þess óskar þin syst

S. Pálsdottir

til studiosus Pali Palsijne a Arnarstapa.

Myndir:12