Nafn skrár: | SigPal-1832-03-13 |
Dagsetning: | A-1832-03-13 |
Ritunarstaður (bær): | Reykjavík |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | hk á Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
R. vík 13 Marts besti bródir! Nú sá eg br. min gódur þú hefur látid mig gialda leti minar (sem maklegt var) og ecki skrifad eina linu mér til póstinum þar er þad fátt sem hér ber til tidinda Nu er nordan pósturin logsins ny komin og var mörgum farid ad leingia eptir honum eg féck bref ad austan frá kuningunum og voru þaug mikid frétta fá Tidin í sumar hafdi verid þar hin æskilegasta og þar af Þoruni systir lidur bærilega l. g hun er hia afa systir ockar á Kyrkiubæ Nu hef eg tint til þin þad sem eg veit ad austan þvi eg hef ecki ordid vör vid þú hafir feingid bréf þadan i þetta sinn alt ástand brædra mina i skólanum veit eg þeir skrifa þér greinilega og hvada framförum þeir hafa tekid i vetur med Lærdómin St. held Jon br. skrifar þér vist úr dagbók sini og þar færdu allar frettirnar systir m. bidur ad heilsa þér og husbændum þinum Lifdu besti br. farsæll og anægdur (þvi gótt er á medan so geingur) þess óskar þin syst S. Pálsdottir |