Nafn skrár: | SigPal-1832-12-15 |
Dagsetning: | A-1832-12-15 |
Ritunarstaður (bær): | |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | hk á Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Elskadi brodir! hiartanlega þacka eg þér besti br. þín 2 mer so kiærkomin tilskrif, en ecki máttu misvirda og ecki álíta leti fyrir mér þó eg skrifi þér skialdan, heldur er þad þess vegna ad eg hvurki man öllum hér i húsi lidur bærilega systir m. g er altaf gód til heilsu, og ömmu br. ockar líka, þó seigist hann vera farin ad frú vidalin er altaf mikid lasin og hennar Lærdómin og Siggeir trúi eg sé miklu ydnari en í fyrra og skal honum nú líka fara vel fram, badir eru þeir samt væntanleigir um iólin, langt er nu sidan eg fretti nockud ad austan þvi ecki feck eg bréf med seinasta pósti og skialdnar fretti eg af Þóruni systir en eg óska hun seigir mér samt í hvuriu bréfi ad sér lidi vel en hrædd er eg um ad heni leidist, en þad mun verda so ad vera. of mikils hróss hefur þu unt mér fyrir böndin, ef þú giætir um önnur eins þá vil eg feigin einhvurntima lata þig fá þaug, en ecki vil eg lofa þeim so fliott þvi eg hef sitthvad anad ad giera. forláttu besti br þenan marklausa mida og untu þini systir S Pálsdottir systir min og ömu br. samt frú vidalin bidia kiærlega ad heilsa þier 0.0 |