Nafn skrár:SigPal-1833-06-05
Dagsetning:A-1833-06-05
Ritunarstaður (bær):Reykholti
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Borg.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Reikholti 5 Juny

Elskadi besti br. m. biddu nu fyrir mér besti br. þvi mart hefur nu á dagana drifid sidan eg skrifadi þér seinast nu er eg gipt og á ad heita biriud ad búa þo þad fyrra færi med sér bædi margar og vandasamar skildur þá qvidi eg þó meira þvi seinna, eg get eckert greinilega sagt þér af ástandi ockar i þetta sinn þvi timin er so naumur, vid komum hingad á fimtud.kvöld so var tekin út stadurin föstu og laugardægin þad geck alt slisalaust so var madur m. settur inn a 000000000 so fór hann strax á mánudægin austur til módur sinar og i brudkaup systir sinar helgu sem á ad giftast i dag eg átti kost á ad fara med med honum en þo mér leidist bisna mikid medan han er i burtu vildi eg þo

ecki vina til ad fara med honum og skilia hér strax vid aptur ef kini ofur litid ad geta fært i lag fyrir ockur, nogu margt held eg vinufolkid verdi um sidir eda so ad gripirnir verda ecki fleiri en þad getur unid fyrir, nu vildi eg þú værir horfin til min ad kena mér búskapar reglurnar æ þu matt nu endilega koma i sumar, ætli þu giætir ecki gert so vel haft einhvuria fyrir higgu med ad utvega ockur hardan fisk þvi han er næri ómögulegt ad fá hér sydra og látid ockur vita þad fyrsta hvurt eda hvar vid mættum vitia þess vid 000000 einhvurn tima ad geta komid 00000 undir þad 000 000dum reidstu ecki kvabbinu þini

S Pálsdóttir

Veledla herra Studiosus Páli Pálssyni á/ Stapa

Myndir:12