Nafn skrár:SigPal-1839-04-28
Dagsetning:A-1839-04-28
Ritunarstaður (bær):Reykholti
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Borg.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Reykholti þan 28 april

hiartkiæri besti brodir min! Fyrst ad mér gefst nu tækifæri til ad skrifa þér linu med 2 bændum sem hedan úr sokn fara vestur til fyski kaupa má ecki mina en eg med einu ordi þacki þér fyrir komuna til min og tilskrifid frá völlum sem hvurtveggia vottadi þina stöku bródurdygd og umhiggiu fyrir mér, mier og minum lidur ad ölluleiti vel ad undanteknri þeirri sorgin sem þú veist ad hiedanaf verdur min förunautur medan tóri, seindt geck sendi mani minum han var burtu viku og 2 daga þá kom S.g br med honum systir min útrétti alt fyrir sunan mér til gagns og hagsmuna sem hun er vön til prófasturin dagsetti jardarförina á Sumardægi fyrsta en kom ásamt syslum. á þridiudagskvöldi vóru þeir til laugardags syslumadur skipadi upp og þokti þvi ecki meiga leingur fresta

frá gamla Jonsen feck eg hauflegt afsagnar bréf þess var lika þadan von Prófasturin á holmi baud mér ad vera min svaramadur þad þádi eg þacksamlega enn rádlagdi mér ad sárbidia þig fyrir 1 rdl eda 3 bornin hann kirsetti mig hér og atlar ad sækia um nádar ár hann sagdi mér ad halda hér öllu i sömu reglu og verid hefdi til haustsins þvi þá mundi best ad selia fénadin þó eg lieti nu telia mig til þessa þá held eg búskapur min verdi mér ecki nema til skamar, sra Arngrim i Saurbæ atlar prófastur ad fá til ad þiona hér kauplaust, ecki var neitt hreift vid skiptum eda neinum adgiördum so ecki sýndi eg adlögninguna sem þú skrifadir bækurnar rádgerdu þeir ad flitia sudur i Reikiavik i sumar og selia þar eins og best geingi, fyrir þan tima vona eg að þú elsku brodir m verdir komin til min og þad langar mig til um fram alt margra hluta vegna ecki er þó farid ad greina um hvur fái Reykholt eg vildi eg giæti gért þeim galdur til ad skikka þig fyrst þú vilt ecki sækia

vid Jardarförina voru 5 Prestar og þeira ásamt syslum. báru til grafar Prófastur á Holmi og stafholti og sra Johan heldu allir snotrar rædur, til þessanærveru voru kvaddir allir sóknar bændur sem heima voru og þeim haldin máltid, en fiöldi sem kom þar fyrir utan feck kaffi, þeir ed gröfina tóku voru 6 sömu og báru heim frá ánni og feingu halfadra sp. Prof. á H. baud eg fyrir sitt ómak, umhiggiu og umsión um mig hempuna med stockum og prestakraga og sagdi han hun hefdi verid þad einasta hann hefdi af mér þeigid til Sra B. skal eg huxa fyrir rædu sina (og margt hugguna ord) hun var þess verd, Sveinb. sem gierdi graf skript og þikir mér 0000000 notandi helmingur af heni þó var hun öll grafin á tinskiöld á kistuni sem kostadi 2 sp, nu man eg ecki meira i þetta sin æ gleimdu mér ecki besti br. og ecki ad koma til min eg bid ad heilsa hússbændum þinum ungarnir minir litlu bidia þig gud farsæli allar þinar æfistundir

þin S. P. Helgasen

Myndir:12