Nafn skrár:AsgFri-1886-06-12
Dagsetning:A-1886-06-12
Ritunarstaður (bær):Húsavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:Ásgeir er bróðir Einars
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:mynd vantar (irr á Lbs.)

Bréfritari:Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1860-00-00
Dánardagur:1936-00-00
Fæðingarstaður (bær):Garði (Fnjóskadal)
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Húsavík 12 Júni 1886.

Elskulegi bróðir!

Innilega þakka eg þér bréfið þitt da.s. 4.f.m. meðtekið í gær. Nú er tími minn lítill því eins og þú sér er þetta á laugardags kvösld fyrir

hvítasunnu kl 8 enn sem eg hripa þessar línur, og ætla eg mér í nótt framm í Reykjahverf og svo að finna mömmu. Sigurður er nú farin og Albert er henni upp á það

vesta, að heita má, Olgeir og Björn eru í vinnu í dalnum, Nanna er komin að Víðuvöllum og Friðrika systir fer þángað líka

Eg, skrifaði þér þegar eg var í Lóni en misti af ferðinni sem eg ætlaði að senda það með (bréfið) En eg læt það nú filgja

og hefur það alt gengið í horfið með það er segi þér þar frá, Við Stefán höfum keypt húsið, og er eg nú farin að rífa það. Norður sýslan hefur samþikt skólan

og fleyri í suðursýslunni en bín Ganti er heldur á móti samt var alt útlit fyrið að það gengi áfram Prentverkið er í orði fengið og ætum við að

pússa þjóðlifið í að kaupa það. En um siglinguna fyrir séra Þorleif veit eg ekki en fyr enn hann veit hvert hann fær peninga úr Landsjóð. Fjaska þikir mér vænt um ef

þú getur gertur svo vel að boga fyrir mig 4 kr til Sig fúsar Eymundssen. Það er um það er eg átti að selja fyrir Mart. Kristinn að það hefur

einlægt verið inn í Fnjóskad og bað eg bræður mína að selja það en það hafa þeir öngva grein gert mér fyrið og ekki sent mer

heldur og er það víst óselt. Eg held þá samt að eg megi biðja þig að borga það fyrir mig þá eg viti ekki hvert það selst nokkurntíma. Eg á núna um 15 kr í peningum

en eg þori ekki að senda þér þær ef mömmu liggur mikið á, en ef hún þarf þeirra ekki sendi eg þær með næsta pósti. Mér geingur nú alt fryrra þegar eg er sjálfsmíns

húsbóndi Mér gengur hraklega að fá nokkuð inn af því er eg á hjá öðrum. Nú má eg til að hætta að sinni og kveðja þig og kissa í bráð og léngð

það mælir þinn ónytur en elskandi bróðir

Ásgeir Tr Freiðgeirss

Kær kveðja til Steingríms og Maddömu Kr og fröken Guðrún og Árna BJörnssonar Séra Pétur ætlar að gipta sig í þessum mánuði. sami Ásgeir

Myndir:12