Nafn skrár:SigPal-1859-04-02
Dagsetning:A-1859-04-02
Ritunarstaður (bær):
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 12 Mai

2 April 1859

hiartkiæri br: min gódur!

þó heldur sé nú af tídarfarinu farin ad striálast manaveidum um héradid barst hingad úr Þorláksh: kuníngi okkar i hey og matarsníkjum sem sagdist mundi geta med vissri ferd komid sedli sudur um bænadagan, og grip eg þetta tækifæri til ad þakka þín 2 elsk tilskrif af 25 Dec fá og nú ny medtekid af 25 Febr enn þetta bréf þitt elsk br. min var mér ekki einúngis sorg= legt heldur grátlegt ad heira af heilsu fari þínu, og vildi eg gud giæfi þú gæt= ir brádum látid mig fá af þvi betri fréttir, hvurnin stendur á þvi ad þú verd= ur svona yfirfallin strags sem kolnar í vedrinu eg vil þó ekki geta til, ad þú sért svo afhuga laus ad sitja eda sofa í

köldu húsi, eda vera i þínum venjulegu stifu og þúngu frökkum þú þarft ad eigabrúka skósídan slop rok med þikku ratti og miúku ullarfögr fódri god br:m: vertu eins hagsamarsamur og greindur med hvad aumíngja heilsuni þini fagur, eins og alt anad, öll áreinsla er þér víst miög óholl og ad sitja eda ad liggja á jördu heldur miúku rúmi, þú heldur nú kanskie eg sé med ólíklegustu læknurunum, en eg seigi þér sitt eg veit núna i nokkur ár, hvad er ad dragast med veikan kropp, eg hef nú verid med besta móti i hálfan mánud þvi eingin hefur verid út gáng= urin og er þad leingsta hlieid á honum i vetur sídan eg lagdist hálfum mán= udi firir jól, þetta hef eg verid ad jakka, adra vikuna á fótum en hina i rúminu þó heldur þiáningar mini en opt ad undanförnu, en aldrei kémst eg ofan

firir stigan og er mér þad bædi beitt og ervitt helst núna sídan eg seinast misti gunnu mín, svo þú fréttir af heni þad sem eg nú veit, og til ad spara mér ó= mak legg eg bréf slm Sk. hér inan í, líka lángar mig til ad þú látir berast til Sophiu frændstúlku henar hvurnin heni lídur þvi þær géra sér altaf ant hvur, um adra, berdu ástar kvedju mína húsb: þínum gud hiálpi þér ætíd br.m.g. og gefi mér þá ánæju ad eg mætti siá þig enþá heilan á hufi

þín ætíd elsk systir

S Pálsdóttir

S. T Herra Stúdjósus P: Pálsson á Reykjavík

Myndir:12