Nafn skrár:SigPal-18xx-01-01
Dagsetning:A-18xx-01-01
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hallfredarstödum

hiartkiæri besti brodir!

haf þu mitt hiartanlegt þacklæti firir góda brefid þitt sem eg medtók seint i sumar. _ Nu á sialfa Nyárs Nótt þegar allir eru í fasta svefni pára eg þér þessar línur ad gamni minu og held eg þad viti á eitthvad gott firir mér ad eg biria blessad Nyarid med þvi ad tala vid þig þvi nu er eins og kanskie optar ecki langt frá í þaunkunum en likamin er so þungur ad filgast med, Nu er ecki anad briefs efnid mitt en ad seigia frá sialfri mér, mér lídur vel og allir eru mér godir og eg hef i einu ordi ad seigia alt þad sem eg naudsinlega med þarf og þá meira því í kvöld setti eg gullhringa í eirun á mér sem Jomfru Þordis á Kyrkiubæ

gaf mér i haust en eg vildi óska ad þeir ad þeir giætu ként mér ad lesa dönsku og skrifa vel þvi til þess er eg mikill klaufi nu er eg ad mestu buin ad seiga þér frá minu ásigkomulagi sem nu er, _ en ecki er alt buid en þá þan 20a December fæddist hionunum hierna Einari og Björg sem giftust i firra efnilegur sonur sem heitir Gudmundur, _ eitthvad eru piltarnir farnir ad kvabba um dætur bubba mins og mattu hrada þér austur so þú lendir i Veitslonum altaf er goda Amma ockar skielfilega vesöl æ hialpadu ockur til ad lata hana lifa nockur ár en þa. _ eg er ordin so sifiud og ætla þa ad hætta þessu efnislausa bulli sem eg bid þig virda vel

Lifdu besti brodir þettad nybiriada ár og allar ólifadar lifsstundir betur en óskar þin elskandi sistir

S: Palsdottir

000bönd sem eg sendi þér eru vafin utanum Skeidarnar og 00ingarnar sem amtm: eru sendir láttu hann ecki taka þau frá þér sú sama

Myndir:12