Nafn skrár: | SigPal-18xx-01-01 |
Dagsetning: | A-18xx-01-01 |
Ritunarstaður (bær): | Hallfreðarstöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | hk á Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Hallfredarstödum hiartkiæri besti brodir! haf þu mitt hiartanlegt þacklæti firir góda brefid þitt sem eg medtók seint i sumar. _ Nu á sialfa Nyárs Nótt þegar allir eru í fasta svefni pára eg þér þessar línur ad gamni minu og held eg þad viti á eitthvad gott firir mér ad eg biria blessad Nyarid med þvi ad tala vid þig þvi nu er eins og kanskie optar ecki langt frá í þaunkunum en likamin er so þungur ad filgast med, Nu er ecki anad briefs efnid mitt en ad seigia frá sialfri mér, mér lídur vel og allir eru mér godir og eg hef i einu ordi ad seigia alt þad sem eg naudsinlega med þarf og þá meira því í kvöld setti eg gullhringa í eirun á mér sem Jomfru Þordis á Kyrkiubæ gaf mér i haust en eg vildi óska ad þeir ad þeir giætu ként mér ad lesa dönsku og skrifa vel þvi til þess er eg mikill klaufi nu er eg ad mestu buin ad seiga þér frá minu ásigkomulagi sem nu er, _ en ecki er alt buid en þá þan 20 Lifdu besti brodir þettad nybiriada ár og allar ólifadar lifsstundir betur en S: Palsdottir 000bönd sem eg sendi þér eru vafin utanum Skeidarnar og 00ingarnar sem amtm: eru sendir láttu hann ecki taka þau frá þér sú sama |