Nafn skrár: | AsgFri-1887-02-25 |
Dagsetning: | A-1887-02-25 |
Ritunarstaður (bær): | Húsavík |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Þing. |
Athugasemd: | Ásgeir er bróðir Einars |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3175 4to |
Nafn viðtakanda: | Einar Friðgeirsson |
Titill viðtakanda: | prestur |
Mynd: | hluta myndar vantar (irr á Lbs.) |
Bréfritari: | Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1860-00-00 |
Dánardagur: | 1936-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | Garði (Fnjóskadal) |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hálshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Húsavík 25 feb: 87 Elskulegi bróðir! Guð gefi þér alla stundir góðar og gleðilegar, og gefi að þessi miði hitti þig miður til að hripa þér fáar línur, og láta þig vita að eg er þá tórandi enn þá, þó lítið gagn sé að lífi mínu, því þó eg erfiði einlægt, þá er það fyrir róg. Eg hef verið hér á Húsavík um tíma í vetur og haft slæmt pláss og lítið til að gera, nema það sem maður hefur ekkert uppúr. Eg er hjá prestinum séra Rút á fæði og þikir hann mjög skemtilegur og værn maður. Eg hef látið pilta þá er vóru hjá mér fara í vetur og líkast til alveg því hér alstaðar er öll atvinna hept og lokuð þar fáir eða öngvir geta borgað neitt. Veðráttan skapar að þessu öllu því sumarir var eins og þú hefur heyrt hið vesta sem hugsast getur, svo hey yrðu hræðilega lítil sumstaðar, og svo skemd af rigningum er geingu í haust, svo á setigur niður hverja svona er nú ástandið hér, Hér á skjálfanda er ætið afla lítið svo hér horfir til mestu vandræða ef tíðin verður ekki góð. Eg var inn í Fnjóskadal í vetur dálitin tíma, og var á Víðivöllum bæði um jólin og nýárið, og þótti mér þar skemtilegt, Systir okkar var vel frísk og ánægð og er eg það líka fyrir hennar hönd því stendur sig mikið vel einsog var, og er hann með þeim beztu í dallum yfir höfuð var vonum betri horfur í Fnjóskadallum með hey og skepnu stofn, og var eg glaður yfir að sjá að Björn bróðir var velstandandi með hey, Hann vill vistast einhverstaðar, en ekki er það orðið ráðið fyrir honum en. Móðir okar elskuleg er með svipaðri heilsu, og verður ef hún lifir í Garði næsta ár eins og hún var að öðru en því að hún hefur ekkert um sig og mjög fáar skepnur bara til að lifa af Nanna verður vinnukona hjá Albert en fær að þjónja mömmu. Ingibjörg verður á Víðivöllum, Olgeir verður við búðarstörf hjá Vigfúsi borgara á Vopnafyrði og hefur 150 kr í kaup. Eg býst við að fara að Nesi í Höfða hverfi og hafa 200j kr í kaup Eg er að reina að selja það sem eg á í húsinu hér til að geta borgað skuldir mínar. Líka hélt eg að Sýslu maðurinn mundi geta selt svo eg feingi það er eg á hjá honum. En það fór aðra vegi því hann er í miklum, kröggum því kaupandin að jörðinni gekk ekki að kaupunum.- Ef eg lifi vildi eg geta smíðað fyrir þig eitt hvað af búshlutum til að borga þér það alt er þú hefur hjálpað mér. Þér veitir ekki af því ef þú ferð að Helgastöðum eins og sumir eru farnir að giska, þvi þar er heldur slæm bygging. Gísli gamli í Skörðum í Reykjahverfi er ny dain úr Taugaveiki og þú hefur heyrt lát læknirssins herna. Nú í dag er hláka og mikið orðið autt. dálitill fiskafli hér þegar gefur. Nú má eg til að hætta og kveðja þig með öllum blessunar og heylla óskum. Já eptir á að higgja eg gradúlera þér með konuna.- og óska henni allra heilla það mælir þinn elskandi bróðir Ásgeir Tr: Friðgeirsson |