Nafn skrár: | SgrTho-1899-05-01 |
Dagsetning: | A-1899-05-01 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Sauðárkróki |
Safnmark: | |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ljósrit |
Bréfritari: | Sigríður Þorláksdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1837-00-00 |
Dánardagur: | 1918-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Ystu-Grund |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Svínavatnshreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | A-Hún. |
Texti bréfs |
Hallson. Maý. 1. 1899 Ástkjæri Bróðir minn. Guð gefi að línur þessar hitti þig og þína glaðan. og heilbrigðan nú er hugsa að jeg sje búin að gleima þjer og bið jeg þig góði Bróðir að forláta mjer dráttin. mikið vel þakka jeg þjer, fyrir þitt góða brjef sýðast. frjettir verða nú fáar hjeðan nema bærilega líðan lunda okkar hjer ifir höfuð, hveiti uppskjera var í betra lægi hjer. næst liðið ár, sem er fóturán undir landbunaðin hjer, enn heldur var prísinn lár á markaðinum. 40-50. cent. fyrir bússel í janúar akrar blotnuðu og sáðning geingur heldur seint, allir fóru að vinna að sáðningu fyrir sumarmál fáir hafa dáið hjer þettað ár sem þú þekkjir, nema Helga Jóhannesdóttir frænka okkar frá Hóli kona Frímans Hannessonar, hún dó í fyrra sumar frá átta Börnum, og hefði Frímann víst átt bátt með þann hóp hefði hann verið heim á Islandi - það er nú af mjer að sega, að jeg hef verið mjeð lakasta móti til heilsu í vetur, enn er nú heldur skárri jeg hef brúkað meðöl nú um tíma því Morris Halldórsson, sem er nú orðin Vor austur til Minnisóta og eru synir þerra búnir að taka sjer þar lönd. Rögnvaldur sonur þeirra fór í haust suður til Bikagv á háskóla þar, hann er vel gáfaður dreingur og geingur vel námið hann giftisig áður enn hann fór og ljet konuna fara með sjer, geingur hún líka á skóla þar í Borginni, Pýa frænka okkar gifti sig í haust og heitir Jóhann maður hennar roskin ekkju maður. Maðir hennar hefur verið hjá henni í vetur, Blessuð gamla konan er alltaf með bærilegri heilsu, blessaður bróðir minn skrifaðu mjer nú so fljótt sem þú getur, og segðu mjer eittkvað af högum Ekkju og Börnum Hannesar sáluga Bróðir okkar líka bið jeg að sega mjer hvernin Gísla syni mínum líður, jeg er hrædd um að honum lýki kannskje lakara í fyrra frá Reikjavík, og skrifaði jeg honum aftur, enn þegar brjef mitt hefur komið til Reikjavíkur. þá hefur hann verið komin norður til ukkar og kannskje alldrey feingið feingið brjefið það er bátt ef hann getur ekki feingið þá forþjenustu sem hann getur lifað sóma samlegu lífi af og notið hæfilegleika sinna jeg veit þú reinist honum góður bróðir mig lángar til að senda gísla syni mínum ogn af peningum Elsku bróðir Jeg ætlaði að biðja ykkur annan hvern á fyrra að senda mjer ef þið gætuð dobul Kamba og ætla jeg nú að biðja annan hvern ykkar að gjöra svo vel og senda mjer Kamba ef þið getið feingið ferð með emigröntum sem hingað færu. Góði bróðir minn jeg get ekki sagt þjer hvað ránægð þá er það svo misjafnt sem fólk gjörir það. enn jeg vona að þú fyrirgefir mjer hvað þaug eru frjettalítil. Foreldrar Kalla sem hjá þjer var eða er beiddu mig að Komast eptir hjá þjer hvar hann er ef hann er ekki hjá þjer þaug eru hissa á því að þaug skulu aldrei frjetta neitt af honum Enn ekki getur það orðið mikið því það erekki af miklu að taka og þætti mjer gott ef þú gætir góði bróðir, gefið mjer leið beining hvurnin best er að senda peninga heim til ukkar, ófullominn, berðu so kjæra kveðju mína konu þinni þig og þína um tíma og eylífð þess óskar þín ein læg sistir Sigríður Þorláksdóttir |
Myndir: |