Nafn skrár: | AsgFri-1888-07-13 |
Dagsetning: | A-1888-07-13 |
Ritunarstaður (bær): | Húsavík |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Þing. |
Athugasemd: | Ásgeir er bróðir Einars |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3175 4to |
Nafn viðtakanda: | Einar Friðgeirsson |
Titill viðtakanda: | prestur |
Mynd: | mynd vantar (irr á Lbs.) |
Bréfritari: | Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1860-00-00 |
Dánardagur: | 1936-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | Garði (Fnjóskadal) |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hálshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Húsavík 13 Júli 1888 Elskulegi bróðir! Hjartans þakkir fyrir bréfin þin og alla bróður lega alúð mér synda. Því miður gengur mér ílla að senda þér peniga þó mér finnist eg ekki alveg upp kaup mitt en velkomið er þér ef þú gætir haft bænlega út hjá Benidikt Sveinssini handa þér upp á mig því hjá honum þikist eg eiga dáltið inni. Eg á fyrir vinnu mína í Kelduhverfi því þar var eg á þremur bæjum Lóni Víkingavatni og Grásíðu. Nú hef eg verið hjá Jakop Hálfdánarsyni um tíma við hús og á hjá honum um 50 Kr en aptur þarf eg að borga honum fæði. Eg á inni í Reykjahverfi fyrir éirn mánuð í vetur 24 Kr og víðar dag og dag Nú ætla eg að taka að mér Kirjugrunn í Kelduhverfi og fer eg þangað í dag og set þar sunnlenskan mann sem, eg hef ráð á til að bigga hann að sumuleiti. Svo hef eg lofað að reisa eitt hús hjá séra Jóni á Þönglabakka, mót því að fá peniga strags aptur um leið og eg færi frá honum (hann hefur 600 kr og hefur hann lagt 300 kr út enn hinar á að borga að sumri og ætlaði eg Sýslumanni að leisa mig af því ef eg þá ekki hefði peninga Prentverkið hugsaði eg ekki öðruvís en svo að aðrir hefðu veg og vanda af því enn eg hefi þá visst gjald í leigu yfir húsið um árið svo penigarnir gætu rentast Nú hafa þeir ekki viljað ganga að því og er eg því ekkert við það riðinn. Eg hugsa þá einungis að innrétta það fyrir handverksmann. Birni ætlaði eg bara að koma þar að til að hafa góða vinnu. en þá er ekki að hugsa um það. Það sem eg lofaði séra Þorleifi, er bara að eins að hann skaffi mér út fyrir fram nóa peniga fyrir fram, skriflegan samnig við hann um kaup og fl. eins og þú sagðir. En þar búnaðar skólin er komin svo skamt á veg verð eg að fara hægt þar til hann er orðin full stað festur, og þá að láta gefa mér það skriflegt Af almennum tíðindum er fátt að frétta Friðrika systir okkar ætlar að gipta sig Gunnlaugi ;anudagin 19 þ.m. Séra Petur á Hálsi gipti sig þriðjudagin 6 þ.m. M´ðitir mín ætlar heldst að vera í Garði enn eg vil að hún verði á Víðivöllum, því Nanna er þar og svo Friðrika sjálfsögð. Gunnlaugur vildi endi lega að Björn irði í Garði og Ingibjörg við búskap enn það er mér mest á móti og mun eg rein aá einhvern og að laga það þegar eg fer í Veisluna. Olgeir bróðir fór austur að Seyðisfjörð að leita sér atvinnu en Hér er einlægt slæm tið að heita má eg harðindi manna á millum og skulda kröggur nógar Halur útlit fyrir að það verði grasspretta á túnum Nú Má eg til að hætta og biðja þig forlás á þessum flítirslínum.- Svo fel eg þig Guðs forsjón alladaga það mælir þinn elskandi bróðir Ásgeir Tr Friðgeirsson Húsið okkar Stefáns er 18 ál lángt og 11 ál breitt 41/2 al undir lopt með betanki í því öllu og þrefalt lopt og 5 ofnar eg álit um 2,000 krónur virði alt. Sami Ásgeir |