Akureyri 16 Júlí 1880 Kjæri Jón minn! Það er nótt sem sjalðan skjeður að jeg skrifi þjer og væri óskanði að það boðaði eitthvað gott, en aðal orsökin er að mig lángar til að biðja þig að selja firir mig nokrar losdælur því BJörn prentari hefur sagt það væri sókt eptir henni firir sunnan en hún feingist nú hvergi. að hún erí eigu minni er soleiðis orðið: að hjerna um sumarið þegar Jónas heitin prentari siglði ,þá selðum við hönum kistu unðir mest sitt, og lofaði hann að borga hana í peníngum, en ðagin sem hann tók hana var jeg ekki heima, þegar jeg kom heim var hann allur áburt með kistuna og E. hafði þá tekið hjá hönum firir hana bóka mest og einar 10 lagsðælur i kápu, nú veit jeg ekki til að aðrir hafi haft hana til útsölu er B: Ritstjóri þó það geti vel verið að Jónas hafi neiðst til að taka hana uppi laun þú því só gamli er jafnan penínga sár, en af því jeg vissi til að opt stæððist Exemplum burtu af ímsu er út kom sem B. vissi ekki af þá ðatt mjer margt í hug um þetta so jeg hef ekki þorað að fá Birni p. hana í henður so sá gamli kjæmsit ekki að því ef eitthvað annað en það allra rjettasta væri unðir því falið, en jeg vil ekki gjöra Jónasi vor vinðu dauðum, jeg væri ánægð ef jeg feingi krónu firir hverja þú veist vist hvað hún kostaði, það hefur vist ekki verið ifir neðan 2, nú bið jeg þig að láta mig víta með Artúrus hverju þú svarar þessu, ef það verður vel, senði jeg þær með Fóníx E er altaf veikur ofaná það sem hann er blenður lífið bestast sona áfram kranta minna en þó er líklegt, berðu kjæra Kveðju frá mjer konunni og börnunum sjálfan þig kveður með bestu óskum til þín og þeirra ykkar Einlæg Sigurbjörg EinarsDóttir |