Nafn skrár:SigEin-1880-08-12
Dagsetning:A-1880-08-12
Ritunarstaður (bær):Akureyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurbjörg Einarsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1823-05-22
Dánardagur:1907-01-12
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hrafnagilshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):Kaupangi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Öngulsstaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Akureyri 12ta Agúst 80

Kjæri Jón minn! nú senði jeg þjer það á minstu með Fónix og oska og vona að það komist lukkulega til þín og eigi þaug forlög firir henði sem mjer Koma best so senði jeg þjer tvennar smásögurnar og get jeg vel vitað að Finnur fái aðrar þeirra ef hann hefði gaman af því þó þær vanti nokkuð á að jafnast við smá sögurnar hans. mjer finst maður ætíð geta þess þíð anðann af vali þess er hann þíðir. eingin hefur getað sagt mjer hvert niður lagsorðin sjeu þíðanðans, eða höfunðarins. hjeðan er ekkert að frétta nema þessa jafnbliðutíð væri það nokkuð annað berst það með blöðum og ferðamönnum hjer hefur i alt sumar verið að kalla má abla laust á pollinum og kjemur það helður báglega þeim fátækari þó ðregst það sona einhvern veigin fram ðag af ðeigi, nú kjemur vist það mesta af bóka safni geirs, suður með þessari ferð, unðir umsjón Sigurðar barnakjennara. jeg óska nú af heilum hug að þessar fáu línur

heim sæki þig og þína við góða heilsu og vellíðan, sjeri lagi litla Ingólf gaman væri að geta sjeð ykkur öll einusinni enn, þó eru litlar líkur til að það muni skje í þessu lífi. berðu nú kjæra kveðju mína til önnu og siskinanna jeg þarf að skrifa henni en get það þó ekki að þessu sinni Sigríður gjörir má skje so vel að vera að nokru leiti bref til hennar frá mjer Sjálfur erdu kjært hvaðður af ykkar gömlu ónítu en einlægu SE

aumíngja E bíður að heilsa þjer jeg skal ekki gleima fjölnir ef færi gefst,

Myndir:12