Akureyri 11 Septémber 1880 kjæri Jón minn þessi miði á að færa þjer bestu þakkir firir bréfið þitt sem jeg að sönnu fékk með góðum skilum en ætla þó að biðja þig að senða ekki optar brjef til mín til Björns það lítur út að kunníngs skapur okkar ætli ekki að verða látin hlutlaus nú helður en firri B hefur verið að reina að komast eptir hvað við gjætum haft að skrifa hvert öðru jeg er að sönnu als óhræðð um að hann hefur eíngan grunum hina sönnu orsök en er búin að skapa sjer aðra sem jeg skal seigja þjer hvernin á stenður firir fáum árum fjekk hann mig til að þíða firir sig ðanska sögu sem hann ætlaði að láta prenta og ábatast á, hvað honum máske betði tekist, hefði so lángt komist. hann bauð mjer hvað semjeg vildi setja upp ef jeg vilði gjöra það, en jeg sagði hönum að mjer munði aldrei vinnast það því hun væri so laung og jeg líka óhæftil þess eptir því vanðlæti sem nú væri orðið með alt þess hins en hann eiðði því öllu og so fór að jeg-því ver ljet hann telja mig til að gjöra þetta, en þegar hann var búin að láta prenta Aðalsteins og hann þá gekk soðræmt út, þorði hann ekki að leggja útí að gefa hana út því hún munði þá kannské ekki seljast firír kosnaðinum, en hannekki færum að missa sitt samt bað hann mig að láta eingan annan fá hana til prentunar og ekki einusinni til að lesa hana, en um það lofaði jeg honum eingu, nú er hann orðin hræðður um að jeg sje eitthvað að nokkra við þig um hana svekki er að vita komi fleiri bréf frá þjer til mín i hans henður hvað forvitnin kjemur honum til að gjöra en nóg um þetta að öllu leiti felst jeg á skoðan ykkar Espholíns að Islanðverði að lokunum frönsk, norsk, og allra lanað verstöð það er hörmulegt að víta hvörnin alt geingur hjer á lanði i öfuguhorfi við hag þjóðarinnar þó hún að nafninu eigi nú sjálf að ráða sjer,það lítur so út að Elðgamla Siafolð eigi enn eptir að stinja þúngt unðan ðeifð sumra og óðreingliði sumra sona finna öll samtök umbirðis eru hept og tept, hinir fátæku eru niðun beigðir af útgjaldaþúnga sem leiðir yfir þá ðáðleisi og ðeifð, og þó anhver framfara nesti kinni að lifna í þeim tilitur hann jafn skjótt að ðrepast þar osjeður af öllum, en hinir ríku liggj aá ðingjunni eins og ormur á gulli og gjæti þesseins að láta ekki eitt Eiris virði gánga úr hönðum sjer til að bæta kjör hinna fátæku helður kúga þó og pressa sem mest má verða Arangur alþíngis þrfsins- sem þjóðin hostar þessu litla til - sínist mest falla einstökum mönnum og stjettum í hag, og það þeim er sist hafa þess þörf barna skólarnir og úngma enna mertuninn sem nú er so mikið talaðum er óneitanlega ómissanði en þó þarf fje til þess, og hvar eiga þeir að taka það sem ekki hafa ofaní sig og sína eða gta keipt meðöl hanða börnum sínum þó þaug veikjast alðri er minst á að skjóta þurfi saman fje til þess að gáfuð börn fátæklínga geti feingið þá mentun sem þaug eru hæf til það er eins og öllum virðist að þeir fátæku þurfi ekki annað en einsog þeir ríku að prípa til píngjunnar so öllum þeirra óskum verði framgeingt þeir hafa nógu brettbakið að bera first þjer ekki Tólfkónga vitið hans Sjera Sob. vera ljós líkíng þjórnar firir koma lagsins nú? mjer þikir ekki ólíklegt að þjer fari nú að leiðast að lesa þessa rollu og þúg mátt ætla að hjer dæmi blinður umlit en þú veist líka að heimskur mælir þaði huga kjemur hjeðan er ekkert að frétta sífelðir óþurkar hafa verið síðan um höfuðdag Norðmenn ausa upp síldinni út víðhrísey og núna í ðag fréttist að eitt skip þeirra sem komið var innhjá hjalteyrí hefði lagt net firir selðar torfa go munði hafa feingið lángt yfir þú sunðtunnur sje þetta satt hefur silðin verið á yngaungu og so flæðst úr hönðum lanðs manna, hvað gjörir það? en víst er það að nú í mörg ár hefur það ekki brugðist að hún hafi komið hjer inn um 18 vikur af sumri en nú i sumar hefur hennar ekki orðið vart hjer so jeg viti það er nú mál að hætta þessu og biðja þig forláts á ollri þessur mælgi að einðíngu bið eg þig að bear kveðju mína konu og börnum sjerílagí kveð eg þig með bestu óskum til ykkar allra ykkur Sigurbjörg EinarsDóttir |