Nafn skrár:SigEin-1881-03-01
Dagsetning:A-1881-03-01
Ritunarstaður (bær):Akureyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurbjörg Einarsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1823-05-22
Dánardagur:1907-01-12
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hrafnagilshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):Kaupangi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Öngulsstaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Akureyri 1 Marts 1881

Kjæri Jón minn!

bestu þökk ferir brefið þitt og þvi filganði 4 krónur þu getur verið viss um að jeg glaððist við að fá þær því þær verðveittu mig í bráð frá að vera kaffilaus, og að vera það, þikir mjer heil mikill mótgángur á þessum ðauðans vetri en soer nú orðið hjer á staðt að ekki fæst Kaffe nema firir peninga útí hönð og það því að eins að tekið sje miklu meira af sikri sem nógur fæst. mikið mein er að heilsu veiki konu þinnar en gleðilegt er að vita hvað börnin eru vel gefin að því er sjest getur mikið var jeg búin að hlakka til að fá bréf frá ðætrum mínum í k.höfn en þaug setjast líklega að á sjóar botninum jeg veit ekki annað en þrúður sje gipt en ólöf og Anna búi saman í sjálfsmensku og halði sjer uppi með saumum þær hafa allar komist fremur velaf það sem afer, Jóhann bír á Jöklí ef bú skapskilði kalla hann er fatækur og skulðugur og á 5 börn 1 stúlku og 4 ðreingi öll Efnileg ef ekki vantaði efni og kríngum stæður til að menta þaug eins og máské mætti ef öðru visi væri ástaðt tíðar farinu ætla jeg ekki að lísa það er öllum fullkunnugt og elstumenn muna víst ekki þvílíkan vetur jeg þori að seigja að hefði frost mælir verið hjer á loptinu hjá okkur þá hafa hjer opt verið vissar 12 gráður frostið inni á morgnana

hejr hafa ekki feingist kol nema litið eitt rjett eptir Márið og var það þá strags tekið upp so viða er mesta ráða leisi með elði við og fólki liggur við kali inní húsum enða á bæum. snjór og gaðður hefur verið yfir alt i allan vetur E biður kjærlega að heilsa ykkur og að enðíngu kveð jeg ykkur öll hjartanlega og óska ykkur als hins besta, ykkar

Sigurbjörg EinarsDóttir

Myndir:12