Nafn skrár:SigEin-1881-06-01
Dagsetning:A-1881-06-01
Ritunarstaður (bær):Akureyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurbjörg Einarsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1823-05-22
Dánardagur:1907-01-12
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hrafnagilshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):Kaupangi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Öngulsstaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Akureyri 1 Júní 1881

Kjæri Jón minn ! bestu heilsan til þín og þinna hjartanlega samhriggist jeg ykkur ífir hínum þúngbæra missir ykkar og óska og vona að guð gefi ykkur stirktilað bera honni mest aumka jeg þig og blessaðan litla Ingólf því yfir sorgina þó hún sje þúng í firstu, ðraga tíminn og til fellin optar hjá þeim sem eru á alðrinum á milli ykkar, Ólöf skrifar mjer Finnur muni hafa tekið sjer fráfall móður sinnar mjög nærri þaug munu víst hafa verið hvert öðru mjög kjær, minníng hennar mun leingi geimast í hjörtum nokkurra þeirra sem henni stóðu fjær en hlutfall mans í þessum heimi er að sirgja og sakna. mig minnir jeg segði þjer í brefinu sem jeg skrifaði þjer um sumar málin að Friðbjörn hefði borgað mjer krónurnar og um leið þakkað þjer firir þær, en hafi mjer gleimst það gjöri jeg það hjer. 12 Maí fillist fjörðurinn hjer af hafís inn að marbakka er rak út aptur 21 sm. 23 komust loksis 3 skip hjer inn og var mörgum orðið mál á því, því yfir höfuð hefur

víða verið lítið um bjargræði í vor en sumir þeir fátæku hafa þess því miður litil not með þeim prísum sem nú eru, abli er lítill og stopull als eingin kjer innfrá enn sem komið er, óttalegur kíghósti geingur hjer á börnum og hafa mörg ðáið á firsta og öðru ári, fá elðri, að öðru leiti má hjer heita kvillalítið jeg þakka þjer mikið brefið þitt og Erfiljóðin þaug eru fögur og eiga vel við, þann ðómhafa allir lagt á er sjeð hafa, jeg á að bera þjer kveðju Erlenðar hönum hnignar helður það sem að gjörir þó íminða jeg mjer hann lesi mig, en hver veit það? bréfunum kom jeg til skila. jeg kveð þig nú með hjartans bestu óskum til þín og þinna

Sigurbjörg

Myndir:12