Nafn skrár:SigEin-1882-03-03
Dagsetning:A-1882-03-03
Ritunarstaður (bær):Akureyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurbjörg Einarsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1823-05-22
Dánardagur:1907-01-12
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hrafnagilshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):Kaupangi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Öngulsstaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Akureyri 3 Marts 1882

Kjæri Jón minn! þökk firir til skrifið og senðínguna en mjer þótti firir að þú skilðir misskilja mig, og get jeg ekki vitað hvaða orði bréfi mínu gat leiðt þigá þann þánka að jeg efaði trúfesti þina i þessu efni því það gat mjer alðrei komið til hugar fremur en um sjálfa mig. jeg von ef þú ihugar það betur þá hljótirðu að finna að þetta er misskilningur. jeg samhriggist þjer af hjarta með veikinði guðrúnar, og það er eins og þú seigir að i þessu lífi gánga sumir optar áþeiruum, en rósum, en stjórnina skilur maður ekkí nú, senðu mjer nú alðrei meira en komið er firir það sem okkar fer á milli, en felðu það eptir því sem þú getur og njóttu anðvirðisins, og ætlaðu þetta sje sagt af góðum hug, það er lítið meira eptir stanðanði en sölulaun, og þó það hefði leigið hjer, hefði það ekki gjört mjer meira gagn en orðið er, minna erum gleði leiki hjer en í Rvík það kjemur aungvum til hugar hjer í bæ frémur en nokkuð annað er koma mættiað gagni, hjer sinist yfir höfuð lítil framför bæði í líkamlegu og auðlegu tilliti, þegar presturin kom í sumar vilði hann láta þesa i kirkjunn á sunnuðögum þegar ekki er mestað og átti Friðbjörn að gjöra það, en mjög hefur því bæði verið loklega hlíðt sumum þikir nú F ekki vera nema Meðallesi en jeg ætla þó helður orsökina að listin til að heira hvað lesið er sje ekki mjög að þreingjanði, það er kver gleði leikurin eptir annan halðinfram á storhamri þar kvað vera ??

kvölð optar kvölð, Hallgrímur sem best ljek Skugga Svein er firir því, þaðþví sem in kjemur er sægt verja eigi til brúar gjörðar á Múnka þverá, tiðin er hjer alla safna óstöðug þó hafa shjalðan mátt heita hörkur, 27 fm. var þó 23 gráðafrost en það stoð ekki nema ðagin, en stormarnir hafa verið fjarskalegir og gjört víða mikin skaða á húsum, hejum og förum 21 f.m. fórust 5 menn á bát í seinasta ofsaveðrinu sem komið hefur það er 4ði skiptapin sem orðið hefur hjer á firðinum siðan 5ta október, sumir seigja 5ti, þó ðruknaði ekki nema eirn maður af norska bátnum sem kvolfti í haust, þessir sinustu voru i fiskiroðri, því nógur fiskur hefur verið hjer útá firðinum í allan vetur þegar roið hefur orðið firir stormum, jeg enða þennan leiðinlega miða hjer fæst kverk, pappír sem skrifað verði á, pennar, nje blek so búið en við að börnin meigi hætta að skrifa á skólanum,- ogifir höfuð ekki neitt nema nóg kornvara og Kaffe, en eíngin sikur. Fer á Hlöðum eínsog verið hefur við bestu velliðan. guðráði bót á veikinðum G. og annist þgi og þína þess óskar af hjarta ykkar S.E.

E biður kjærlega að heilsa þjer

Myndir:12