Nafn skrár:SigEin-1884-08-13
Dagsetning:A-1884-08-13
Ritunarstaður (bær):Akureyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurbjörg Einarsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1823-05-22
Dánardagur:1907-01-12
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hrafnagilshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):Kaupangi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Öngulsstaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Akureyri 13 Agúst 84

Kjæri Jón minn!

þökk firir bréfin þín, það verður lítið sem jeg skrifa þjer í þetta sinn því Lára tefur að eins Litla stunð að sagt er, jeg kom bréfinu þínu til Jónu hún fann mig litlu síðar og var hjartanlega glöð yfir því, hana lángar mikið til að komaast suður í Haust ef fóstra hennar yrði ekki lasnari til heilsu en verið hefur, hún ætlaði að skrifa þjer með þessari ferð og því hef jeg altaf ðreigið að skrifa, en á þessari stunðu er það bréf ókomið og skil jeg hreint ekki í því. stefán sonur Þ. kom til mín nílega og senði jeg henni þá nokrar línur sama efnis og seirna bréfið þitt. óvíst er að hún geti feingið hest, því sjálf á hún víst ekki, og Stefán sem er firir vinna hjá móður sinni þorir máskje ekki að hætta hönum í þá lángferð þó það gjæti verið Þ. mesta ábirgð firir að Jóna kjæmi aptur til hennar sem ást hennar til Jónu kjemur henni máskje til að bera efa á að verði, sem þó ekki þarf því eptir minni meiníngu er Jóna ein af þeim fáu stúlkum sem ekki mjög hneigast að hjegómanum jeg get því að so stöððu ekki látið þig vita fleira um þetta. það er ólíklegtað hún hafi sent bréf á póst húsið án þess að láta mig vita það. hjeðan er ekkert merkilegt að frjetta nema góða

og hagstæða veðráttu og almenna heilbrigði ástanð mitt er við þetta sama og E sami aumíngin jeg biðað heilsa guðrúnu guð gjæfi hún feingi fulkomna heilsu þjer sjálfum ásamt öllum þínum óska jeg als hins besta af heilum huga

Sigurbjörg

Myndir:12