Nafn skrár: | SigEin-1885-03-03 |
Dagsetning: | A-1885-03-03 |
Ritunarstaður (bær): | Akureyri |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Eyf. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | ÍB 101 fol. a |
Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðings Jónsson |
Titill viðtakanda: | bókbindari |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Sigurbjörg Einarsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1823-05-22 |
Dánardagur: | 1907-01-12 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hrafnagilshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | Eyf. |
Upprunaslóðir (bær): | Kaupangi |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Öngulsstaðahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Eyf. |
Texti bréfs |
Akureyri 3 Mars 85 kjæri kunníngí í þökk firir bréfið þitt seinast það hefur helður ðreigist firir mjer að svara því og þótti mjer þó mikið vænt um að fá það, því jeg finn so vel í því hvað góðan er nú svo mikið í uppgángi þá er ekki að vita hvaðúr gáfaðri stúlku getur orðið ifir höfuð gleð jeg mig mikið ið að Jóna komst til ykkar og hefur náð þeirri hilli sem jeg skil bæði af þinu og hennar brefi, að er jeg óska þjer lukku og gleði af frama Finns. Ólöf skrifar mjer að hún hafi á Islenðínga fjelags samkomu sjeð þá sini þína og heitmei Finns þú ert eptir því sem sjeð verð verður mikill gjæfu maður i tilliti barna þinna. hjeðan er fátt mark verðt að fretta eins og vant er nema stöðugar hriðar frá þvi í firstu viku þorra, þáng að tilnúna i mánaðar lokin það er furðu Njstárlegt að gánga hjerna um Bina núna og sjá hvernig hann kjemur firir sjónir, skaflarnir eru á nokrum stöðum hærri en húsin sem moka verður gaung til að komast inn, og mikil milði að þaug hafa ekki komið fleiri gjöri nú bráða hláku verður mörgum húsum hætta búin af læknum. Njlega ðrukknaði hjer Norskur skipstjóri hann hafði geingið i hríð út af skörinni þóttust menn sjá á slóð sem rakin var þángað. berðu nú kjæra kveðju mína börnum þínum, sjálfur ertu kjærlega kvaðður af gömlu Sigurbjörgu E.sk, jeg bið hjartanlega að heilsa Jónu jeg skal víst skrifa henni með næstu ferð, jeg fjekk bréfið hennar núna og töskunni verður bráðum lokað. S |