Nafn skrár:SigEin-1885-03-03
Dagsetning:A-1885-03-03
Ritunarstaður (bær):Akureyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurbjörg Einarsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1823-05-22
Dánardagur:1907-01-12
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hrafnagilshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):Kaupangi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Öngulsstaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Akureyri 3 Mars 85

kjæri kunníngí í þökk firir bréfið þitt seinast það hefur helður ðreigist firir mjer að svara því og þótti mjer þó mikið vænt um að fá það, því jeg finn so vel í því hvað góðan H þú hefur til Jónu, og verður það bæði heiður firir þig, og gagnfirir hana. það er víst að Jóna hefur vanist eptir læti, en upplag hennar hefur að jeg ætla verið þeim mun betra en margra annara barna að það hefur ekki skemt hana það veit jeg samt með vissu að bæði var hún höfð við mjaltir og búverk á sumrum en við Eldhúsverkum hefur henni líklega verið hlíft á vetrum, hún var líka lángan tíma fremur heilsu lasin, það gétur vel verið hún geti verið fíngerð, en hún getur víst breitt því þegar á þarf að halða, og það að vera Jöfn á hvorttveggja álít jeg mikin kost á hverri stúlku, þú finnur að hún er gáfuð sem víst mun vera og helður hún hefði verið betur fallin til að vera ðrengur, en láttu þjer nú þikja að þú eigir blessaðan hóp af gáfuðum piltum, og að lika sje gaman að eiga nokkuða fgáfuðum Dætrum, úr því vetur kvennfolks

er nú svo mikið í uppgángi þá er ekki að vita hvaðúr gáfaðri stúlku getur orðið ifir höfuð gleð jeg mig mikið ið að Jóna komst til ykkar og hefur náð þeirri hilli sem jeg skil bæði af þinu og hennar brefi, að er jeg óska þjer lukku og gleði af frama Finns. Ólöf skrifar mjer að hún hafi á Islenðínga fjelags samkomu sjeð þá sini þína og heitmei Finns þú ert eptir því sem sjeð verð verður mikill gjæfu maður i tilliti barna þinna. hjeðan er fátt mark verðt að fretta eins og vant er nema stöðugar hriðar frá þvi í firstu viku þorra, þáng að tilnúna i mánaðar lokin það er furðu Njstárlegt að gánga hjerna um Bina núna og sjá hvernig hann kjemur firir sjónir, skaflarnir eru á nokrum stöðum hærri en húsin sem moka verður gaung til að komast inn, og þaug snjó vegjrnir beggja megin mikið meiren feiling hárra manna hjer hafa margir nú otvinnu ðug eptir ðag við snjó mokstur sem keirður er framá 7þú á pollinum því annar staður færi hann ekki rúm hjer fjell snjóflóð i gilinu, en það leitt á sunð milli húsa og gjörði ekki skaða

mikil milði að þaug hafa ekki komið fleiri gjöri nú bráða hláku verður mörgum húsum hætta búin af læknum. Njlega ðrukknaði hjer Norskur skipstjóri hann hafði geingið i hríð út af skörinni þóttust menn sjá á slóð sem rakin var þángað. berðu nú kjæra kveðju mína börnum þínum, sjálfur ertu kjærlega kvaðður af gömlu Sigurbjörgu

E.sk, jeg bið hjartanlega að heilsa Jónu jeg skal víst skrifa henni með næstu ferð, jeg fjekk bréfið hennar núna og töskunni verður bráðum lokað. S

Myndir:12