Nafn skrár: | AdaBja-1897-01-03 |
Dagsetning: | A-1897-01-03 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Aðalbjartur Bjarnason (Albert Arnason) |
Titill bréfritara: | vinnumaður,bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1864-09-01 |
Dánardagur: | |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Bessatunga |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Saurbæjarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Dal. |
Texti bréfs |
Firth Neb Jan 3, 1897 Lancaster Co Elskulegi bróðir Guð gefi að þessi miði meji finna þig frískan og lukkulegan Jeg hef nú skammast mín svo leingi firir að hafa ekki skrifað þjer firri að jeg veit valla hvernin að birja á brjefi til þín, en jeg bið þig nú auðmjúklega firirgefningar og jeg skal nú skrifa þjer optar í framtíðinni. það eru nú nærri sex ár síðan jeg skrifaði þjer seinast ef mig minnir rjett þá hafði jeg rjett birjað búskap uppá baslaramóð jeg rentaði það pláss firr kostaði mig Tengdafaðir minn er gamall og góður hermaður úr þrælastríðinu hann fær þann 11 Já jeg held jeg megi nú sega þjer dálítið af búskapnum jeg hef 80 ekrur af landi sem jeg renta ár frá ari firir einn þriðja part af ölu sem gróið er af plóglandinu sem eru 60 ekrur svo eru 20 ekrur af beitilandi sega hjer í Nebr þá vóru einstaklega góðar uppskjerur nærri allstaðar um bandarikjin það voru svo sem 100 mílur hvern veg hjer í Nebraska sem ekkert regn kom þegar við þurptum þess með svo jeg reiti hjer um bil það sama nóg til fóðurs en ekkert til að selja nema fáein svín en þettað árið voru hafrar alveg ónítir vegna votviðra hveiti ljelegt en korn gott frá 40 til 50 búshel af ekrunni en nú skal jeg sega þjer hvernig prisar hafa farið niður síðan jeg birjaði að búa í hittifirra var korn 40 til 50 cent hafrar 30 og 35 hveiti 60 og 65 í firra korn 18 og 20 hafrar 15 hveiti 40 45 þetta ár korn 10 og 12 hveiti 35 og 40 er nú að stíga upp dálítið hafrar ekkert kjeipt sem jeg hef ekki þurft nauðsinlega með eða sem jeg gæti ekki borgað firir útí hönd jeg hef nú svo sem 1200 bushels af korni sem jeg hef að selja jeg hef von um að prijs komi upp svo jeg geti haft eitthvað uppúr því Allir hlutir hafa farið úr verði svín hafa verið undir 3 12 ára hún er greind og gengur vel að læra forldrar hennar kjeiptu orgel firir hana í firra og hún hefur haft kjennara svona af og til og hún spilar fremur vel. Jeg gæti nú skrifað þjer mart fleira elsku bróðir en jeg held mjer sje betra að hætta í þettað sinn en skrifa þjer optar mig langar ósköp til að frjetta frá Olafsdal hvernig Guðlaugu og börnonum líður hvernin borgu og helgu sistrum okkar líður og þar svo mart sem mann langar til að frjetta af æskustöðvum sínum það er ekki liklegt að jeg sjái nokkurn tíma Island framar firirgefðu þínum elskandi bróður Bjartur Guð varðveiti ukkur öll í lífi og dauða |