Nafn skrár: | AsgFri-1888-04-14 |
Dagsetning: | A-1888-04-14 |
Ritunarstaður (bær): | Nesi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Þing. |
Athugasemd: | Ásgeir er bróðir Einars |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3175 4to |
Nafn viðtakanda: | Einar Friðgeirsson |
Titill viðtakanda: | prestur |
Mynd: | hluta myndar vantar (irr á Lbs.) |
Bréfritari: | Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1860-00-00 |
Dánardagur: | 1936-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | Garði (Fnjóskadal) |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hálshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Nesi 14. april 1888 Elskulegi bróðir! Innilega þakka eg þér bréfið þitt d.s. 21 marz. og alt annað gott. Mikið leiðist mér hversu ílla eða seint þú getur vitað hvar þú verður. Það er svo skaðlegt fyrir okkur báða, og þó verra fyrir þig náttúlega. Því eg get vona eg víða hapt vinnu, og Gunnlaugur hefur boðið mér að fara til sína að Víðivöllum upp á hvern máta er mer syndist, Ef eg færi ekki til þín, því hann letur mig amiríkuferðanna, altént í bráð.- Vel felli eg mig við það að fara ríðandi suður fyrst þú hefur hestin líka til því nóar bikkjur hefur maður vestur í skagafjörðin Eg get verið hræddur um að skip komist ekki hér inn máski um vinnuhjúa skildaga eins og ætlað er því Hafís hroði er nú talsverður á honum og fult útifyrir að sagt er. Mér sýnist því heppilegra að þú biður hann koma hestinum þetta í veg fyrir mig eins og þú stingur upp á. Það sem þú minnist á rímin þá hefeg fullkomnasta leifi frá Olgeiri um að meiga fara með það til þín. EKki ætla eg að senda þér núna peningana handa kellingunni sem eg þó gæti. því það er svo stutt þar til að eg legg á stað sjálfur ef alt fer eptir óskum, aðeins eirn mánuður. Ekki þikir mér ráðlegt að þú sert að eiða peningum þínum fyrst í stað í að koma norður ef þú hefur nokkuð að gjera fyrir sunnan því það er minni skemtun hér fyrir norðan en þú heldur máski. Það er óttalegt skulda basl af gömlum skuldum. Matarskortur sá mesti víða Heyskortur hjá sumum, og yfir höfuð ekkert nema dauði og djöfull.- Samt veit eg ekki af þessu fyrir mig því hér er alt nú og upp á það allra bezta, .EIns er á Víðivöllum. En ærir þikir mér eiga að herða að mér í efnalegu tilliti. Fyrst vill hreppurin fá á 8 kr hjá mér, og ætlar víst að taka það lögtaki því eg vil ekki greiða svo mikið. Svo það sem eg smíðaði og lagði til í kistu Friðriku sál á 17 Kr. sem Gí|ætlaði að borga en nú segir hann mér, hann að borga mér um 40 Kr í, vor sem hann hefur aldreg minst á og sleppi eg þeim alveg úr allri tölu- En nú vill hann að eg gefi með ömmu okkar, sem er þingsti ómægi, og hafði hann ónota arð af mér þótti um það, og eins var þegar eg var að tala um búskap þinn við hann eptir beiðni þinni að hann gaf mér heldur ónota yrði svo eg mun sem sjaldnast sækja hans fund, og ekkert upp á hann hjálpa þó eg gæti. Líka eru þeir Skúli. og B þá meir, að mælast til að eg hj þessu öllu er eg stirður að sinna og mun standa við þessa upphæð úr mínum vasa til þín sem eg hef lofað ef þú fer að búa eða eg til þín. annars sýður. Þetta lætur þú á að smíða von um að alt gangi vel með Borgina eða eitthvað jafn gott., og eg geti sem fyrzt fengið að vita um það. Svo óska eg þér gleðilegs sumars. Þinn elskandi bróðir Ásgeir Tr: Friðgiersson |