Nafn skrár:SigJon-1857-04-04
Dagsetning:A-1857-04-04
Ritunarstaður (bær):Möðrudal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurður Jónsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1818-05-07
Dánardagur:1878-03-07
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Jökuldalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Múl.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Möðrudal d 4. Apríl 1857

Háttvirti Vinur!

Alúðlega þakka ejg yður fyrir tilskrifið seinast og þar með fylgjandi, Seiðarvísur til að rita Isk. og þakka jeg yður þau mannuðleg heit að gefa mjer kverið, yður að öllu ókenólum manni. En hug hef jeg á því að gera yður með tímanum einhverja þægð þar á borð Við ef lifi lengi. Sömu leiðis þakka jeg yður þau mannuðleg heit að taka so vel mínu - yður að líkindum - ónotalegu tilskrifi, og skulu þjer fremur njota þess hjá mjer ef við kynnum að eiga eitthvað saman síður. Þá er nú að minnast á Rimurnar. Niels minn póstur tók af mjer 30 í haust fyrir langa bón mína og seldi þær allar fyrir mig, og auðvitað hafdi sölu launi af þeim. það fyrir sendi jeg yður 4dali so var jeg buin þáð að selja 4 og fyrir minti mig mig að jeg sendi 64 sk en þjer skrifið 60 og mun það án efa rjettara, þvi jeg er onítur að telja peninga, og það jafnast mið tímanum. 20 Rímur tók kuningi minn af mjer í Vetur og hefi jeg frétt að 8 af þeim væru óseldar og Verð þeirra seldu en ókomið og anar

óseldar hjá mjer, og þo peningarnir fyrir allt þetta seu en ókomnir sendi jeg yður nú i mið 2rd itl að grinna dálitið hjá mjer, en meira get jeg ekki sent yður í þetta sinn en það sem eptir stendur Vil jeg borga yður það fljótasta jeg get; þvi óskila maður Vil jeg ekki Vera. Jeg hef Verið beðin að utvega 1 Ritreglu kverið. og bið jeg yður um það. og fleyrum gæti jeg út komið ef yður væri þægð i þvi.

Tilgefið hastin yðar skuldbunðnum Vin og Velunnara

SJónssyni

Myndir:12