Nafn skrár: | SigJon-1858-01-16 |
Dagsetning: | A-1858-01-16 |
Ritunarstaður (bær): | Möðrudal |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | ÍB 101 fol. a |
Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðings Jónsson |
Titill viðtakanda: | bókbindari |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Sigurður Jónsson |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1818-05-07 |
Dánardagur: | 1878-03-07 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Jökuldalshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | N-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Möðrudal d 16 Januar 1858 Háttvirti Herra Bókbindari Jón Borgfjörð Her með þakka jeg yður fyrir tilskrifið síðast; ásamt öllu elskulega að undanförnu. Það er fátt og lítið sem jeg skrifað yður núna, og en síður að jeg geti gert yður nú í þessu sinni, núna grein fyrir eptirstöðvum, af óseldum bókum yðar hjá mjer; og Verður það að byða mjer betr, tíðar þjer talið um í bréfi yðar hvort þjer eigið ekki að senda mjer eina Messusaungsbók. og skal jeg ekki hafa mikið á móti því, af vissu tilfelli sem nú skal um getið. Jeg bað í fyrra Vetur Vin okkar Stúdent herra J Árnason um 6 Messusaungsbækur og 6 Pjeturs Postillur þetta sendi hann til hafnar með Póstskipinu í fyrra Vetur ásamt m.f. en þetta er allt en ó komið til mín. En so var jeg lofaði kunníngum mínum sínðir eins öllum þessum bókum og eru sumir þeirra orðnir leiðir á byðinni, og er mjer nú helst ant um einn þeirra sem jeg hef lofað Pétursbók, og Sálmabók og bæði jeg yður að hjálpa mér um eina Pjetur Postillu handa honum ef mögulegt er, og sálma bók, en um hana er það að segja að jeg hef boðið hana á 7 mörk hvað sem hún kunn hjá yður að Vera. En að þjer sendið þar og veit jeg hann á þá bágt ef hann gjörir það ekki. Þá er að minnast á Núma sögu að sé hún til utlögð og fullkomin þá hef jeg t´ru með að hún gengi út, En ekki er þetta þar með meint að jeg Vilji hleipa yðar úta neina ófæra því það ætti jeg aldrei að gjöra góðum Vinum mínum. Að endíngu kveð jeg yður og er jeg yðar skuldbunðum Vinur og Velunnari SJónsson þó einir Passiusalmar |