Nafn skrár: | SigJon-1858-04-01 |
Dagsetning: | A-1858-04-01 |
Ritunarstaður (bær): | Möðrudal |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | ÍB 101 fol. a |
Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðings Jónsson |
Titill viðtakanda: | bókbindari |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Sigurður Jónsson |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1818-05-07 |
Dánardagur: | 1878-03-07 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Jökuldalshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | N-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Möðrudal d 1. Apríl 1858 Hattvirti Elskulegi Vinur minn! Hjer með þakka jeg yður alúðlegast tilskrifið og sendinguna með seinustu póstferð, og þótti mjer vænt um þjer gátu orðið Við bón minni að geta utveg að mjer postilluna; og ætti jeg þvi síður að draga yður lengi á Verði hennar, sem þjer máskje hafið haft mikið fyrir að utvega mjer hana; og vil jeg því koma Verði hennar til yðar með þessari póstferð. ásamt Sálma bókar verðinu, sem er til samans 4 . þá minnir mig að eptir muni stunda af bóka Verðinu í Sumar og haust 94 sk. og Vil jeg losa mig Við það líka. en þar hugsa jeg Axel kvæði sé ekki með reiknað eður 1 Þjalar Jóns saga, Verður þetta til sumans 5m 14Sk. þá er nú líka að minnast á Indriða rímur, þó nokkuð sé en óselt af þeim Vil jeg þo nú í þetta sinn jgöra mig kvittan við yður, og sendi yður það sem mig minnir að eptir standi af Verði þeirra og er það 1rd 2mrd 46sk. sem brefinu á að fyljga. Jeg bið yður að athuga nú þenna flítirs reikning og gjöra athugasemðir um hann til mín, ef i einhverju kann út af honum að bera. því jeg hef optar annað aðrdað hugsa, en að gera aldeilis Vissa smá sakir mínar Við kunningja mína, en á hina SJónsson |