Nafn skrár: | SigJon-1859-11-22 |
Dagsetning: | A-1859-11-22 |
Ritunarstaður (bær): | Möðrudal |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | ÍB 101 fol. a |
Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðings Jónsson |
Titill viðtakanda: | bókbindari |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Sigurður Jónsson |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1818-05-07 |
Dánardagur: | 1878-03-07 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Jökuldalshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | N-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Möðrudal d 22. November 1859 Elskulegi Vinur minn Margfaldliga þakka jeg þjer, fyrir tvö undanfarin tilskrif, ásamt með fylgjandi sendingar báðum bréfunum. Nú er lítið Við það vinur minn að selja bækur í þessu harðinda ári sem nú hefir Verið á ferðum, enda géturðu því nærri að so muni nú Vera, því það væri aumt af mér ef eg reinði ekki að koma því lítil ræði ut sem þú sendir mjer í sumar, En ekki veit jeg hvort mjer gengur að koma ut Skírðagsbæninni hanns frænda míns, hún ber það með sér að hann hefir af alhuga Veljuð fram bera fyrir guð þá almennu tíðar neið sem þá almennt yfir Vofæi og álit jeg hana prenaða i þeim tilgangi, að syna hver snillingur hann er i bænum sínum; en ekki til þess að menn geti brukað hana í líku til felli, því opt er gott um Sumarpáska. Hvað sem er um þetta mun jeg reina að koma bæninni út með tímanum. Nú í þetta sinn að bænunum frá teknum sendi jeg borgun fyrir það sem jeg hef með tekið í Sumar og haust og eru það 4 bætt miklu við hanns ljóðmæli frum ur því sem fengið er Jeg á skrifuð kver oefað eptir höfundin skrifað og eru í því kveri 20 Vísna flokkur sem ekki eru í prentuðu kverinu í einum flokknum er 22 gatur í ljóðum en flestir flokkarnir eru ekk nema eín Vísa en sumar leingur þú máttir þykjast eins og Veir Vinur að þú hefdir orðið fyrir gabbi af mjer i sumar með stúlkuna sem jeg var að tala um Við þig, það Voru illur kringum stæður sem hömluðu því, að þetta gat ekki orðið og Verð jeg minn góði að biðja þig tilgéfa mjer narrið Með Virðing og Vinsemð er jeg þinn skuldbundin SJónsson |