Nafn skrár:SigJon-1861-01-13
Dagsetning:A-1861-01-13
Ritunarstaður (bær):Möðrudal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurður Jónsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1818-05-07
Dánardagur:1878-03-07
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Jökuldalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Múl.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Möðrudal d 13. Janúar 1861

Háttvirti elskul Vinur!

Hér með þakka eg þér alúðliga fyrir tilskrifið seinast og sendinguna. Tilagsritið Var eg i þetta sinn búin að fá en geri þau samt ekki aptur, reka. og borgaði Póstinum 1rd 32~eins og þú mæltist til af mér i handskrift þeirri er hann hafdi með ferðis, og eru með þvi að mestu kvittaðar þær bækur sem með honum Voru þá sendur, það vantar 4 skildinga til, og Verða þeir að koma fram í hennar bóka reikningum okkar þegar Við förum að gera þá upp. eptir stendur af bókunum í haust, sem þú sendir mér þá. óborgað 2rd 16 Skildingar og Verður það þá með þeim 4 2rd 20 Sk og vildi eg feginn geta með þessari ferð kvittað þetta. þó þið hafir góð orð um að reikna mér ekki Gunnars Rímur þá vil eg ekki nota mér það, þú ert fátækari enn eg, og eg Veit líka að guð sér til mín fyrir það þó eg noti mér ekki fátækra lífsbjörg. Eg let nú mann fara með það sem eptir Var af Esphólins Sögum austur til að rein aða selja þær á eitthvað, en hvernin gengur veit eg nú ekki. Þar sem þú minnist á það i bréfi þin þínu seinast að þú munir mega fara að byðja mig að taka þig i húsmensku, þá svara eg þvi á þá leið, að það er nú eitt af því Ómöguliga, hér er illt fyrir þess háttar fólk sem er með börnum og hefir Vanist Við mjólk á Vetrarðag það er tíðast lítil gjöf á henni, hér hafa optar lofað við? kýr en líðast líttnítar, og nú i Vetur hefi eg ekki smakkað mjólk. og so hefi eg húmensku fólk, sem eg get ekki hjákomist. og so get eg

búist við að ábúð mín kunni að geta orðið Völt á öllum Möðrudal þar sem Kristbjörg og börn hennar eiga helminginn, en mér finnst maður þurfi meira en lofa hlutnum það þarf lika að fá góðan enda sem byrja á Vel, en eg er sá maður sem hvorki get byrjað eður endað neitt nema mér til minnkunar. og so er gott að geta fríað góð kunngja sina fyrir slíkum óförum. og tala nú ekki meira um þetta því nog er komið af so góðu. Dauft er að heyra það eður hugsa til þess að Saffnir hafi farist með sínum föru neiti, en á sama stendur mér þó megja gripur sá komi aldrei sem Norði um talar því það loforð let eg eins og Vind um eyrun þjóta Að endingu bið eg guð að géfa þér og þínu husi gott og gleðilegt þetta nýbyrjaða ár það mælir

þinn ónitur Vinur

sJónsson

Myndir:12