Nafn skrár:SigJon-1861-10-04
Dagsetning:A-1861-10-04
Ritunarstaður (bær):Möðrudal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurður Jónsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1818-05-07
Dánardagur:1878-03-07
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Jökuldalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Múl.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Möðrudal d 4 October 1861

Elskul góði Vinur minn!

Alúðliga þakka eg þér fyrir alt gott við mig a og æfinliga Fátt er nú til frettia Vinur minn, utan öllum líður hér bærilega hvar fyrir guð Veri lofaður; Sumarið hefur mátt heita all gott, í meðallagi grasvöxtur, en mikið þurkalítið Var það framan af, er þó skemmdist lítið af heýum nema taðun. Eg Vildi nú loksins gera enda á sögunum sem hjá mér hafa dvalið og þú átt, og lét fara me´r þær um sveitir i Vetur sem leið og vora þar marður út á litið Verð frá 12 til 16 sk en hvað um það er að segja, þá vil eg nú borga þér þær 2rd þú ert fatækari en eg. og vel eg so Vera kvittur Við sögu reikning okkar Eg ætla að biðja þig um Reikningsbók Jóns Gu'mundssonar eina, og hef dregið að kaupa þúsund og eina nótt þó nóg se tiul af þeim og sumar gjöf og Félagsrit i þeirri Veru að þér Væri þægð i að eg fengi það hjá þér. Heljarslóðar orustu hefi eg fengið og Undinu og þöglar ástir. eg er nú orðin leiður á bóka sölu og vildi biðja vini mína að senda mér þær ekki.

Með aluðar heilsun til og þinna er eg þinn skuldbunðin

Vinur

SJonsson

Myndir:1