Nafn skrár: | SigJon-1862-10-24 |
Dagsetning: | A-1862-10-24 |
Ritunarstaður (bær): | Möðrudal |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | ÍB 101 fol. a |
Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðings Jónsson |
Titill viðtakanda: | bókbindari |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Sigurður Jónsson |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1818-05-07 |
Dánardagur: | 1878-03-07 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Jökuldalshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | N-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Möðrudal d 24. Oktober. 62 Elskulegi Vinur minn! Mér er farið að undra eliu þina, að senda mér Bækur og fá aldrei neitt í aðra hönd Rimur og kvæði eptir Breiðfjörð heitinn og en Sumargjöf. og nú seinast Félagsritin nyjir go þau voru mér kærkomin, opt hafa þau góð Verið en aldrei betri en nú, og verð nú að sína til á því að borga eitthvað afritum þessum þó mér sé nú peninga Vant sem optar, þá tjúir ekki að halda því inni sem manni er trúað fyrir so lengi, og síst fyrir Félagsritinn, því þeir sem fyrir þeim eru ætla ekki að þurfa að kull Verð þeirra af mér. Vist gæti eg þegið hjá þer þessa árs Skírnir ef hann kæmi ekki mjög seint, Sömuleiðis er mér hugur á að biðja þig að utvega ferða bók Sjaffnirs sem sagt er að sé komin út á dönsku og sé þarna á Eyrinni, hún kvað Vera hjá Indriða Gullsmið og likust til Víðar. Tilgefdu hastlinur þessar þeinum Vin og Velunnara SJonssyni |