Nafn skrár: | SigJon-1868-08-29 |
Dagsetning: | A-1868-08-29 |
Ritunarstaður (bær): | Möðrudal |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | ÍB 101 fol. a |
Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðings Jónsson |
Titill viðtakanda: | bókbindari |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Sigurður Jónsson |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1818-05-07 |
Dánardagur: | 1878-03-07 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Jökuldalshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | N-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Möðrudal 29. august 1868 Háttvirti góði Vinur minn! Fyrir þitt góða vinar bréf í sumar með Skóla piltum þakka eg þér mikið alúðliga ásamt öllu góðu að við mig að undan förnu. Eg vil nú ey lengur draga það undann að rita þér fáeinar línur og jafnframt sendu þér borgunina fyrir prentsmiðju sögur þínur sem munu hafa verið 7 að tölu, og ein af þeim í sölu laun Verður þá Verðið 1 ~ 2 af þessum sögum hefi eg getað selt, en þinar hefi eg gefið kunníngum mínum. Sagan er að mínu áliti mikið vel saminn, og er þess verð að menn sjái eý eptir 24S fyrir hana en mörgum þykir betra að láta þá fyrir þott af Brennivíni. Baldur geri eg ráð fyrir að sé til mín kominn að þínum Völdum, og lastu eg eigi þó hann kæmi einfaldur, en að fá hann þrefaldann, Var mér minni þóknun í, því bágt er nú á tíðum að fá Bóka og Blaða kaupanda, nú í þessum dauðans hörðu árum; en hvað sem þessu líður þá sendi eg nú jafnframt 20rdfyrir okkur gamla og góða Þjóðólf 1 ~ þér er kunnugra en frá þurfi að segja hver sú rétta leið er, þó má þess geta að leiðinn er til alda Viunur Baldur bræðra; peníngarnir verða því samanlagt 5rd~?? en mest 7rd, að það er í vafa umþað hve mikil að skulðini er kemur til af því að hann fekk hjá mér að smíða 2 Söðla sama veturinn og hann fór suður, og lagði eg það mesta til þeirra, Hann lagði til lerept i dýnurnar og skinn í sætinn og mikið af rd en hefir borgað mér 21m, En eg álít nóg handa honum fyrir Verkið og það sem hann lagði til 10m mest 12, af því maðurinn hafði ekkert að gera á þeim tíma, og eg let honum eptir hundverk mitt, til þess hann gæti uppfylt loforð sitt. mþví hann mun enginn refju maður vera og bið eg þig að fara að honum með eg er þinn vinur og Velunnari SJónsson |